Anaheim Mighty Ducks - 2
Detroit Red Wings settu takmörk á fögnuðin í Anaheim.
Brendan Shanahan skoraði tvö mörk er Detroit Red Wings unnu Anaheim Mighty Ducks í fyrsta heimaleik Mighty Ducks.
Shanahan skoraði fyrsta markið þegar 43 sekúndur voru búnar af 1. leikhluta svo fékk hann annað markið sitt á powerplay á loka mínútum í 2. leikhluta. Það var að koma brot á Red Wings og Jean-Sebastian Giguere, markmaður Mighty Ducks fór á bekkinn fyrir auka sóknarmann. En Adam Oates var með pökkinn fyrir aftan mark Red Wings og ætlaði að senda hann en sendingin misstókst og speglaðist yfir ísinn og beint í auða mark Anaheim's.
“Ég hef aldrei gert þetta áður.” Sagði Adam Oates.
Sá sem snerti pökkinn seinast af Red Wings fékk heiðurinn af markinu og það var Shanahan sem fékk markið sem var annað mark hans á leiktíðinni.
“Ég vissi ekki hver snerti hann seinast, ég held að pökkurinn hafi farið í skautann minn og til Oates.” Sagði Shanahan. “Ég vissi ekki að við værum að fá á okkur brot. Oates vissi það ekki heldur en Cheli (Chris Chelios) og ég vissum að alla leið að hann færi inn.”
Margverðlaunaði varnarmaðurinn Nicklas Lidstrom og nýliðinn Henrik Zetterberg skoruðu líka fyrir Red Wings.
“Þetta var góð ferð.” Sagði þjálfari Red Wings Dave Lewis. “Ég var ánægður með allt, allir unnu að krafti.”
Paul Kariya og varnarmaðurinn Ruslan Salei skoruðu fyrir Ducks sem voru ósigrandi í seinustu fimm heimaleikjum.
Ducks svöruðu marki Shanahans með powerplay marki, 6 sekúndum inní 2. leikhluta en Kariya skoraði það.
Salei skoraði sitt mark 5 mínútum inní 3. leikhluta er hann tók viðstöðulaust “slap-skot” frá bláu línunni fram hjá markmanni Red Wings.
“Það er erfitt að berjast uppávið.” Sagði Oates. “Við spiluðum við Stanley Cup meistaranna vel, en ekki það vel. Það er sumt sem við þurfum að bæta, t.d. powerolay'ið en það tekur allt tíma.”
3 stjörnur kvöldsins:
- Brendan Shanahan (DET), 2 mörk í leiknum.
- Henrik Zetterberg (DET), 1 mark og þar á meðal sigurmarkið.
- Chris Chelios, (DET), 2 stoðsendingar og stóð sig frábærlega í vörn.
———————————————— ——————
Það var einn annar leikur það kvöld:
Buffalo Sabres - 0
Chicago Blackhawks - 3
Alexei Zhamnov, Tyler Arnason og Jon Klemm skoruðu fyrir Chicago Blackhawks.
x ice.MutaNt