Dallas Stars - 4

Anaheim Mighty Ducks - 2

Dallas er bara farið að ganga vel strax.

Er Dallas Stars horfðu aftur í tímann um 10 ár var þetta alveg eins og í gamla daga.

B.J. Thomas byrjaði leikinn á að syngja þjóðsönginn og Dallas tók snemma forystuna með góðum markvörslum og Mighty Ducks skoruðu ekki hjá Stars.

Eini munurinn í þetta skipti var að Marty Turco var að gera frábærar markvörslur og Bill Guerin með 4 stig í leiknum, 2 mörk og 2 stoðsendingar er Dallas fóru með sigur af hólmi í American Airlines Center í Dallas.

En eins og í gamla daga þá var Mike Modano með þrjú stig, eitt mark og tvær stoðsendingar og Sergei Zubov var með tvö stig, eitt mark og eina stoðsendingu.

“Við vildum koma á svellið og spila meiri líkamlegan leik.” Sagði þjálfari Stars, Dave Tippet. “Mér fannst að stóru gaurarnir okkar (Derian Hatcher) og Bill Guerin koma snemma og sýna hvað í okkur býr.”

Dallas byrjaði snemma og skaut meira en Ducks og skoraði fyrsta markið í leiknum og var það Sergei Zubov sem skoraði það á powerplay Dallas í fyrsta leikhluta.

Með eins marks forystu voru Stars ekki lengi að breyta því í 3-0 á fjórum mínútum í 2. leikhluta er Modano og Guerin gerðu alla vinnuna og skoruðu.

Fyrst skoraði Guerin á powerplay er hann fékk sendingu þvert yfir völlinn frá Modano. Guerin beið í smástund, var að leita að tækifæri til að senda aftur til Modanos en skaut síðan lágu skoti fram hjá Sebastien Giguere, markmanni Mighty Ducks.

“Ég eiginlega var búinn með alla möguleikana þannig að ég skaut bara og hann fór inn.” Sagði Guerin.

Fjórum mínútum eftir það sendi Modano pökkinn aftur þvert yfir ísinn til Guerins er hann fór á varnarsvæði Anaheims hægra megin og skaut einu skoti en fór í hliðarnetið og Modano fylgdi eftir og ýtti honum inn til að gera stöðuna 3-0.

Síðan eftir það var það eiginlega sýning Turcos. Hann fékk á sig eitt mark sem Steve Rucchin skoraði á 5 á móti 3 powerplay sem Anaheim fékk snemma í 3. leikhluta en Guerin svaraði því með marki seint í leikhlutanum.
Anaheim fékk samt annað mark er Matt Cullen skoraði þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum til að gera stöðuna 4-2.

Þeir fengu það sem þeir vildu – 2 stig.

“Shutouts eru frábærar og stöður eru það líka en á meðan við fáum þessa sigra þá er ég ánægðasti maðurinn hér.” Sagði Marty Turco.

3 stjörnur kvöldsins:

Bill Guerin (DAL), 2 mörk og 2 stoðsendingar.
Marty Turco (DAL), lykillinn að sigri Dallas með góðri markvörslu.
Mike Modano (DAL), 1 mark og 2 stoðsendingar.

————————————- —————————–

Aðrir leikir kvöldins:

Montreal Canadiens - 4
NY Rangers - 1
—————————-
Boston Bruins - 1
Minnesota Wild - 5
—————————-
Atlanta Thrashers - 3
Carolina Hurricanes - 5
—————————-
Nashville Predators - 4
Washington Capitals - 5
x ice.MutaNt