Steve Yzerman, fyrirliði Detroit Red Wings er á hækjum eins og er, meðan hann jafnar sig á hné-meiðslum sínum. Samkvæmt því sem hann segir mun hann ekki spila meira í NHL deildinni nema honum takist að yfirbuga sársaukan.
Hinn 37 ára gamli Yzerman gekk undir aðgerð á hnéi síðastliðinn föstudag. Hann játaði að hann hefði kannski spilað sinn síðasta NHL leik, en er staðráðinn í að gefast ekki upp.
“Ég er áhyggjufullur, en ég eyði ekki miklum tíma í að hafa áhyggjur af þessu,” sagði hann. “Takmarkið er að geta skautað án þess að finna til lengur, en það eru nokkrar líkur á að það muni ekki gerast. Við vitum í rauninni ekki hver útkoman verður og hvernig mér mun líða, en ég mun ekki sitja og velta mér upp úr neikvæðni.”
Nú eru liðin 14 ár síðan Yzerman meiddist fyrst á hné.
Ég er ekki viss um hvort það var beinmergur eða beinsbútur sem þurfti að skipta um í fótnum á honum eitt sinn. En aðspurður um hver sá sem gaf honum það sem þurfti var, hefur hann oft svarað með brandara um að frægur veðhlaupahestur hafi veitt sér það. Ekki veit ég hvort það sé satt eða ekki, en allavega hljóðar brandarinn svo:
“So I guess I'll be eating hay in the locker-room from now on.” :D
Hné-aðgerðin sem hann gekk undir nýlega var sú þriðja á 2 árum.
“Ég veit að aðgerðin þýðir ekkert öruggar endurbætur,” sagði hann. “En ég varð að gera eitthvað í þessu, hvort sem ég vildi spila eða ekki. Ég gat hvorki hlaupið né synt, og ekki einu sinni æft neitt.”
“Ég vill spila, en ég verð að sætta mig við þá staðreynd að ef maður finnur of mikið til, þá kemst maður að þeim punkti þar sem þetta er ekki raunsætt lengur. Ef ég kemst að þeim punkti, þá mun ég ekki spila. Almenn skynsemi mun ráða.”
Liðið hefur tekið fram að Yzerman muni ekki vera væntanlegur aftur fyrr en í Nóvember - Ef hann mun þá koma.
Þetta eru sorgarfréttir fyrir Red Wings unnendur og bara almenna NHL unnendur, því þessi leikmaður er snillingur og mun verða sárt saknað ef hann hættir. En eins og er skulum við bara vona það besta! :D