Stanley Cup, enn og aftur tilheyrir liðinu Detroit Red Wings, sem unnu góðan 3-1 sigur á Carolina Hurricanes í 5. leik úrslitanna í Joe Louis Arena.
Með þessum sigri, unnu Red Wings úrslitin 4-1 og komu með bikarinn heim í fyrsta skiptið síðan þeir unnu 2 ár í rö, 1997 og 1998.
Eftir leikinn, tilkynnti þjálfari þeirra Scotty Bowman að hann væri hættur að þjálfa.
Varnarmaðurinn Nicklas Lidstrom vann Conn Smythe verðlaunin, sem er gefin þeim sem er mikilvægastur sínu liði í úrslitakeppninni, eða “most valuable player”.
“Mest frábæra tilfinningin er að maður gæti aldrei ímyndað sér að vera hluti af svona frábæru liði, alveg frá þjálfaranum til Steve Yzerman, Chris Chelios,” sagði Brett Hull. "Chris talaði við mig síðasta sumar og sagði að hann hefði verið að tala við [framkvæmdastjóran] Ken Holland og sagði að ég myndi verða frábær viðbót við liðið. Og að hafa svona fólk sem hugsa til manns. Og koma síðan og takast allt, og að vera partur af vinningsliðinu og að vinna Stanley Cup, ég hef notið hverrar mínutu af því að vera hér í Detroit. Vonandi, komum við aftur næsta ár og gerum það sama.“
Eins og er, munu Wings bara njóta þess að hafa þennan titil, eftir langa ferð í gegnum erfiða leiktíð, þá tókst þeim að þrauka alveg á toppinn.
”Þetta er frábært lið,“ sagði Tomas Holstrom. ”Svo mikið af hæfileikum, svo mikið af stjörnum. Góð blanda af þaulreyndum mönnum og verðandi stórstjörnum, með ungum gaurum og nýliðum. Þetta hefur bara verið frábær leiktíð og þetta er snilldar, snilldar lið.“
Red Wings unnu þeirra 10. Stanley Cup titil og einnig 9. titilinn hjá Scotty Bowman, sem er met hjá þjálfara í NHL.
Þessi titill var sá fyrsti fyrir þessa reyndu NHL snillinga; markmaðurinn Dominik Hasek, kantmaðurinn Luc Robitaille og varnarjaxlinn Steve Duchesne.
Í 5. leiknum, skoraði Brendan Shanahan 2 mörk, meðal annars ”empty netter“ þegar 44.5 sekúndur voru eftir, og Holstrom skoraði líka. Jeff O'Neill skoraði eina mark Carolina.
Þrátt fyrir að Carolina voru lélegra liðið, þá var ósigurinn mjög sár fyrir þá.
”Ég gerði svo sannarlega ekkert til að reyna að fá þá til að líða betur,“ sagði Maurice. ”Ég held að þeim ætti að líða eins illa og hægt er. Við trúðum því svo innilega ða við gætum unnið, en allt kom fyrir ekki. Og ef þeim líður illa þá verða þeir reiðir og reyna allt hvað þeir geta til að vinna næst."
Að lokum vil ég óska Detroit Red Wings til hamingju með að hafa unnið Stanely Cup árið 2002, og gangi Carolina Hurricanes bara betur næst.
En Toronto Maple Leafs munu taka þetta næsta ár.. You'll see ;)