Þetta byrjaði allt fyrir mörgum, mörgum árum á stað langt í burtu á stað sem heitir Hollywood þar sem 2 fuglar, Sam sem var örn og Betty sem var fugl (veit ekki hvernig), hittust og urðu ástfangin. Þau giftust og eignuðust dásamlegt egg sem var óvenjulega stórt. Áður en eggið náði að klekjast út þurfti Sam að fara til Washington D.C til að vinna fyrir Stjórnina. Hann var ráðinn til að sitja fyrir sem Ameríski Örninn á merki Bandaríkjana!
Þegar þau voru á leiðinni til Ronald Reagan National Airport þá skeði soldið svaðalegt, Eggið kramdist og brákaðist illa. En sem betur fer var þetta stórt og sterkt egg og það brotnaði ekki. Þetta var ótrúleg sjón fyrir Sam og Betty því að dýrmæta eggið þeirra var nú flatara og leit nú út einsog íshokkí-pökkur!
Sam og Betty þustu nú inná skrifstofu hjá dýralækni. Dýralæknirinn stakk uppá að setja eggið á ís svo að það myndi ekki klekjast út of snemma.
Það var snemma í nóvember og ekki ennþá byrjað að snjóa, þau komu þá upp með góða hugmynd. Þau flugu með eggið til Capital hallarinnar þar sem Washington Capitals æfa og lögðu eggið á miðjan ísinn í höllinni. Sam og Betty biðu í 2 vikur og LOKSINS 17. Nóvember árið 1995 byrjaði eggið að klekjast út.
Washington Capitals áttu að keppa þetta kvöld. Vegna eggsins ákvað liðið að fresta því að keppa þangað til fuglinn (Slapshot) kæmi úr egginu. Og þá gerðist það. útúr egginu ruddist 6 feta, 95 kílóa arnarungi og heyrði þá fagnaðarlæti í áhorfendunum. Foreldrar hans Sam og Betty voru svo fegin að þau ákveddu að skíra ungann Slapshot. Washington Capitals liðið ákvað að taka Slapshot að sér og gerðu hann að opinberu lukkudýri sýnu.
Eftirlætis örninn okkar liggur nú í hreiðri sýnu ofaná MCI Höllinni, dýfandi sér niður til áhorfendanna meðan á heimaleikjum Capitals eru í gangi og styður hann sitt lið til sigurs!
Þetta var sagan af því hvernig Slapshot varð opinbert lukkudýr íshokkí-liðsins Washington Capitals!
FeuZ Da Maestro! <a href="