Svo er þeirra besta leik í úrslitunum hingað til, að þakka að Detroit Red Wings erun núna einum sigri frá því að vinna Stanley Cup titilinn sem þeir hafa verið að eltast við alla leiktíðina.
Red Wings keyrðu á öllu sem þeir gátu mánudagskvöldið í leik 4 milli liðanna, og settu strik í reikninginn með 3-0 sigri í leik sem þeir spiluðu frábærlega á öllum sviðum. Með sigrinum hafa Detroit tekið 3-1 forystu í einvíginu og geta unnið Stanley Cup á fimmtudaginn með því að sigra þann leik.
Brett Hull skoraði sigurmarkið þegar 6:23 voru liðnar af öðrum leikhluta, sem var hans 100. playoff mark og 23. sigurmark á playoff ferli sínum. Igor Larionov, stjarnan í síðasta leik liðanna sem fór í 3 framlengingar, bætti við marki snemma í 3. leikhlutanum. Síðan skoraði Brendan Shanahan seint í síðasta leikhluta og Detroit tryggði sigurinn.
Í markinu stóð Dominik Hasek sig fullkomlega fyrir Red Wings, varði 17 og náði sínu 6. “shutout” í þessari úrslitakeppni. Hann lengdi einnig shutout tíman sinn í 127:13 samfellt núna.
Það er frekar kaldhæðnislegt að “gömlu” og þaulreyndu kappar í Detroit hafi náði svona langt miðað við hvað margir héldu að það ætti eftir að draga þá niður. En Steve Yzerman, sem spilar mikilvæga stöðu fyrir Wings þrátt fyrir að vera meiddur á hnéi, var á öðru máli.
“Okkur hefur aldrei fundist það,” sagði Yzerman spurður hvort hann héldi að aldurinn ætti eftir að vera erfiður fyrir þá. “Við töluðum aðeins um daginn um ástandið hjá eldri gaurunum hjá okkur. Við treystum ekkert mest á einhverja sérstaka línu eða á einhvern sérstakan. Sérstaklega í sambandi við sóknarmennina okkar, enginn af þeim hefur verið langmest á ísnum.”
“Enn einu sinni, hefur aldur verið alveg óviðkomandi í deildinni,” sagði Yzerman. “Hvert einasta lið er að leita af reyndum leikmönnum til að spila. Það þýðir ekki endilega að við munum verða eins eftir 5 ár, en eins og er þá skiptir aldur engu máli.”
Hull var snöggur að taka undir þetta.
Ég er ansi hræddur um að Detrit Red Wings séu búnir að tryggja sér Stanley Cup þetta árið.. Það verður að minnsta kosti mjög erfitt fyrir Carolina Hurricanes að vinna upp þetta forskot hjá Red Wings.
Þetta kemur í ljós á fimmtudaginn!
Stay tuned for more NHL playoff news from Aage! :D