Loksins, hefur hokkíheimurinn áttað sig á því sem leikmenn Carolina hafa haldið fram allan tíman – Paul Maurice er mjög góður hokkí þjálfari.
Leikmenn Hurricanes hafa fylgst með þjálfara sínum verða betri og betri með tímanum og eru ánægðir með að hann skuli hafa náð svona langt þetta árið, og fái smá sviðsljós.
Sérstaklega eftir að hafa næstum því kostað hann starfið í desember. Canes áttu í miklu basli og orðrómur byrjaði um að þjálfarinn yrði rekinn ef Carolina myndu ekki taka sig á. Leikmennirnir bugðust við þessari ógnun, tóku sig saman í andlitinu og löguðu stöðuna hjá sér.
Síðan kom þessi undursamlega úrslitakkeppni hjá þeim, sem skilaði þeim alla leið í Stanley Cup úrslitin – Og Maurice í alþjóðlega sviðsljósið.
“Það er tími til kominn að hann taki við smá hrósum fyrir alla velgengnina hjá okkur, sem hann hefur staðið fyrir,” sagði fyrirliði Carolina Ron Francis, sem er fertugur og þar af leiðandi 5 árum eldri en þjálfarinn. “Það er ekki spurning að hann er ein aðalástæðan fyrir því hversu langt við höfum náð.”
Þrátt fyrir þá staðreynd að Hurricanes eru ekki jafngóðir og þessi hópur af stjörnu-leikmönnum kallaður Red Wings, þá hefur Maurice notið hverrar mínútu af þessari reynslu í úrslitunum.
Hann var spurður fyrr í seríunni hvort það að hann hefði meiðst á auga þegar hann spilaði hokkí á sínum yngri árum, væri ástæðan fyrir því að hann fékk ekki tækifæri til að fara í NHL. Þá sagði Maurice að hann hefði hlotið miklu verri meiðsl við fæðingu. Sérstaklega skortur á hæfileikum.
Þetta sagði hann í einu viðtali; “Ég hef mjög gaman af hokkí. Ég get talað um hokkí í marga klukkutíma, og haft mjög gaman af því. Það gerir fólk stundum brjálað á sumartímanum, síðustu 6 árin hef ég því miður þurft að gera þetta í 5 mánuði, en sem betur fer verður það ekki jafn langur tími núna. En ég hef bara mjög gaman af hokkí.” (Þetta minnir mig svolítið á mig og MutaNt ;))
Hann hélt áfram að svara þessari spurningu en fréttamaðurinn hætti að skrifa og hló bara af honum.
“Ég gekk kannski full langt, ekki satt ?,” sagði hann brosandi. “Ég tók eftir að þú hættir að skrifa. Það var gáfulega gert af þér.”
“Ég get aðeins sagt til um þessi 4 ár sem ég hef unnið með honum,” sagði Francis. “Ég held að hann verði betri með hverju árinu. Hann er mjög góður að þjálfa á æfingum, og hvernig hann heldur stemningunni í búningsklefanum, og hann er frábær á milli leikja og í pásum milli leikhluta.”
Fyrir þessi úrslit þá var talað um hversu ungur og óreyndur hann væri. En í dag, þá hafa 14 aðrir þjálfarar sem eru eldri en hann og líklega með meiri reynslu, verið sendir heim.
“Mér finnst eins og Paul Maurice hafi þjálfað akveg jafn lengi og sumir aðrir þjálfarar í NHL, jafnvel lengur,” sagði Brendan Shanahan í Red Wings. “Eins og Steve Yzerman sagði, það skiptir ekki máli hversu gamall hann er. Fólk í hokkí dæmir aðra af afrekum þeirra.”
Og það má svo sannarlega segja að Paul Maurice hafi afrekað mikið á þessum stutta ferli sínum sem þjálfari í NHL.