Red Wings sigra Hurricanes eftir 3 framlengingar!! <b><a href="http://www.detroitredwings.com/“ target=new> Detroit Red Wings </a>- 3</b>
<b><a href=”http://www.carolinahurricanes.com“ target=new> Carolina Hurricanes </a>- 2</b>

Annað markið hjá Igor Larionov í leiknum þegar 14:47 voru liðnar af þriðju framlengingu tryggði Detroit Red Wings 3-2 sigur á Carolina Hurricanes og 2-1 forystu í úrslitunum.

Bæði liðin voru úrvinda af þreytu, en Red Wings náði marki sem skorað var af elsta leikmanninum í NHL deildinni. Hinn 41 árs Igor Larionov tók við sendingu frá Tomas Holstrom á vinstri kantinum og náði að rugla vörnina hjá Carolina þannig að hún splundraðist, þetta skapaði góða aðstöðu fyrir Larionov og Mathieu Dandenault. Og varð að ”2 Wings gegn Markmanni“ þegar Larionov lék á Bates Battaglia.

Markmaður Hurricanes, Arturs Irbe varð algjörlega varnarlaus þegar Dandenault gerði ”screen“ fyrir hann, og Larionov skautaði framhjá honum og náði góðu bakhandarskoti uppí hornið framhjá Irbe.

Allt í allt, þá spiluðu bæði lið næstum því tvo leiki á þessu sögulega kvöldi í Raleigh, og þetta var í fyrsta skiptið í sögu bæjarins sem hann sér um að halda úrslitaleik.

2. framlengingin var afskaplega spennandi er bæði liðin framleiddu fullt af marktækifærum, og gáfu áhorfendum almennilega sýningu.

Bæði lið fengu sitthvort ”powerplay“ í 2. framlengingu, Þegar Erik Cole fékk á sig refsingu fyrir að halda kylfunni hjá Chris Chelios, þegar 8:35 voru liðnar. Og varnarmaðurinn Fredrik Olausson hjá Detroit fékk á sig refsingu fyrir að halda Ron Francis, þegar 13:25 voru liðnar. Þetta powerplay hjá Carolina skapaði reyndar mjög gott marktækifæri fyrir Wings er Nicklas Lidstrom hleypti af slapskoti á markmann Carolina, Arturs Irbe.

Þegar 4:58 voru eftir að þessum leikhluta, þá vann Sami Kapanen næstum því leikinn fyrir Hurricanes þegar sending hans, sem fór frá kanti til annars kants, var næstum því tippuð inn af Cole.

Besta tækifæri leikhæutans kom þegar 3:21 voru eftir og flestir orðnir mjög þreyttir. Þá fékk Steve Yzerman frábært tækifæri á hægri kantinum þegar hann fékk pökkinn og skaut honum á opið markið. Irbe stakk fyrir marklínuna og rétt náði að setja hanskan fyrir skotið og stoppa pökkinn. Sem skildi Yzerman vonsvikinn eftir.

Besta tækifærið hjá Carolina kom þegar aðeins 58 sekúndur voru eftir af leikhlutanum, þegar Kapanen komst í opið skotfæri og hleypti af slapskoti sem Dominik Hasek varði.

1. framlengingin var villt og spennandi lota sem bæði lið náðu nokkrum góðum marktækifærum í.

Erik Cole hjá Carolina átti gott skot sem var varið þegar 12:21 voru eftir, og Pavel Datsyuk átti magnaða sýningu með frábærri kylfustjórnun, lék á Sami Kapanen og Marek Malik áður en Arturs Irbe náði að verja bakhandarskot hans.

Þegar 7:38 voru eftir, þá náði Ron Francis föstu úlnliðsskoti framhjá Chris Chelios og beint á Dominik Hasek, sem varði skotið af öryggi.

Besta tækifærið í 1. framlengingunni kom aðeins seinna, er Red Wings fengu ”2on1“ hraðaupphlaup og Brendan Shanahan skaut pökknum rétt framhjá opnu markinu.

Þegar 4:24 voru eftir, tók varnarmaður Wings, Fredrik Olausson við sendingu frá Nicklas Lidstrom og negldi pökknum í samskeytin, enn eitt skotið hjá Red Wings sem fór í ramman, en þeir skutu allt í allt 4 skotum í stöng eða slá í þessum leik.

Hurricanes og þeirra háværu aðdáendur gátu fundið fyrir sigri þangað til 18:46 voru liðnar af 3. leikhlutanum. Þeir héldu 1-0 forystu úr leikinn, en gátu ekki haldið aftur af öllum einbeittu leikmönnum Red Wings.

Þetta skiptið var það Brett Hull sem ”deflectaði“ skot frá Nicklas Lidstrom og sendi leikinn í framlengingu, eða réttara sagt framlengingar.

Steve Yzerman og Rod Brind'Amour tóku ”faceoff-ið“ og Yzerman rétt náði að koma pökknum aftur fyrir sig, og Sergei Fedorov tók við honum þar. Hann gaf pökkin yfir á hinn kantinn til Lidstrom sem skaut, og Hull sá um að ”deflecta“ pökknum framhjá markmanni Carolina, Atrurs Irbe.

Red Wings voru svo mjög nálægt því að vinna leikinn þegar 52 sekúndur voru eftir, þegar skot frá þeim fór í stöngina og endurkastaðist burt. Það var 3. skot Red Wings í stöng/slá í þessum leik, en alls voru þau 4.

Jeff O'Neill skoraði er 7:34 voru eftir af 3. leikhluta og kom leiknum í 2-1 fyrir Carolina, eftir fallega sendingu frá Ron Francis.

Rétt eftir að Yzerman hafði skotið framhjá marki Carolina, tók Francis pökkinn og fékk gott pláss til að skauta fram ísinn. Francis tók eftir O'Neill fríum rétt fyrir framan markið hjá Wings og gaf pökkinn til hans. O'Neill, einhvern veginn, náði að halda sér leusum á kantinum og reddaði sér smá plássi. Hann skaut föstu skoti sem fór af kylfunni hjá Lidstrom og framhjá Dominik Hasek, uppí þaknetið.

Stuttu eftir þetta mark þá gerðu Red Wings áhlaup á markið hjá Carolina, en voru hafnaðir af Irbe. Markmaður Carolina þurfti að vera einbeittur 3. leikhlutan af því Red Wings spiluðu af mikilli pressu. Hann varði skot frá Kirk Maltby snemma í leikhultanum og fékk síðan smá hjálp frá stönginni þegar 15:20 voru eftir af leikhlutanum, þegar Steve Duchesne náði góðu skoti eftir unnið ”faceoff“ hjá Yzerman, það skot small af stönginni.

Þegar 14:32 voru eftir, þá fengu Red Wings gott marktækifæri þegar Brendan Shanahan skaut bakhandarskoti af stuttri fjarlægð, sem leiddi til hrúgu fyrir framan markið hjá Carolina.

Josef Vasicek skoraði eftir frábæra gabbhreyfingu þegar 14:49 voru liðnar af 1. leikhluta, sem gaf Carolina 1-0 forystu, það gerði áhorfendur jafnvel enn háværari en þegar leikmennirnir voru kynntir í byrjun.. ef það var þá hægt.

Aðdáendur Hurricanes fögnuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í úrslitunum, með þvílíkum hávaða og fagnaðarlátum, sem var eins hvetjandi og það var hávært.

Og Canes svöruðu með hvetjandi frammistöðu, en kæti Canes manna var kostnaðarsöm, því Canes fengu á sig fyrstu 3 refsingarnar í leiknum. ”penalty kill“ línan hjá Canes, sem útrýmdi erfiðu ”5on3 powerplay“ hjá Detroit, stóð sig frábærlega.

Brind'Amour fékk á sig refsingu fyrir að halda kylfunni hjá Kirk Draper þegar 1:45 voru liðnar af leiknum, og þegar varnarmaðurinn Bret Hedican fékk á sig refsingu fyrir ”boarding“ á Tomas Holmstrom hjá Wings, þegar 3:32 voru liðnar. Þá voru Red Wings komnir í stöðu sem setti þögn á alla í höllinni. En Hurricanes náðu að þrauka og Irbe gerði mikilvæga vörslu á skoti frá Yzerman. Carolina hafa náð að þrauka 28 af 31 síðustu ”powerplay“ gegn sér.

Irbe varði vel aftur þegar 8:45 voru eftir af leikhlutanum, þegar Yzerman fékk sendingu inná miðjuna sem Irbe náði að slá burt. Pökkurinn varð laus en varnarmaðurinn Marek Malik náði að hreinsa burt og eyða allri hættu.

Wings fengu aftur ”powerplay“ þegar 11:34 voru liðnar, þegar Jeff O'Neill var sendur í boxið fyrir ”boarding“ á Lidstrom. En það gerði ekkert gagn því Lidstom fékk á sig refsingu skömmu seinna fyrir ”tripping“ á Kevyn Adam, sem leiddi til ”4on4“ aðstöðu.

Yzerman náði næstum því að koma Red Wings inn í leikinn þegar 5:41 voru eftir af leikhlutanum, þegar hann skaut pökknum í stöngina. Stuttu seinna, skoraði Vasicek 1. markið hjá Canes.

Varnarmaðurinn Glen Wesley hjá Carolina, hrinti af stað skorunarspilinu, hreinsaði pökkinn í glerið og á svæðið hjá Wings. Þar náði Martin Gelinas honum og gaf til Vasicek, sem gaf pökkin í gegnum klofið á Steve Duchesne, og tók hann síðan aftur og skaut pökknum inn neðarlega, framhjá Dominik Hasek. Fábærlega gert hjá Vasicek!

Irbe varði enn og aftur vel þegar 4:04 voru eftir af leikhlutanum, stoppaði skot frá Boyd Devereaux sem hafði komist nálægt markinu eftir sendingu frá Pavel Datsyuk.

Carolina áttu 8 skot á markið í fyrsta leikhlutanum, en Detroit aðeins 6.

Detroit jöfnuðu leikinn í ”4on4“ spili þegar 5:33 voru liðnar af 2. leikhluta, eftir heppnisspil. Vörnin hjá Canes er mjög þekkt fyrir að hreinsa pökkinn alltaf við fyrsta tækifæri úr varnarsvæðinu. En í staðinn fyrir að skjóta pökknum fram, þá gaf Wesley sendingu fyrir aftan markið sem félagi hans Sean Hill náði ekki. Það gaf Brett Hull plássið sem hann þurfti. Hans ofur-hraða sending fór beint á Larionov og hann skaut pökknum yfir hanskan hjá Irbe og uppí þaknetið. Þetta jafnaði leikinn og setti þögn á alla í salnum.

”Powerplay“ hjá Carolina hefur ekki verið að standa sig vel uppá síðkastið. Í fyrstu 2 leikjunum í seríunni, þá hafa Hurricanes aðeins nýtt 1 af 14 ”powerplay“ eða 7.1%. En ”powerplay“ hjá þeim fór að sýna smá jákvæða hluti þegar Chris Chelios var rekinn útaf fyrir ”interference" á Martin Gelinas, þegar 8:12 voru liðnar. Hurricanes skoruðu ekki þá, en þeir náðu nokkrum skotum á markið sem Hasek átti í erfiðleikum með.

3 Stars selection - by Aage:

1. Star: Igor Larionov, Center, Detroit Red Wings: skoraði 2 mörk, og eitt af þeim var vinningsmarkið.
2. Star: Brett Hull, Hægri Kantur, Detroit Red Wings: 1 stoðsending og 1 mark, mark sem bjargaði Wings frá því að tapa þessum leik.
3. Star: Josef Vasicek, Center, Carolina Hurricanes: Skoraði 1. markið hjá Canes eftir frábæra gabbhreyfingu, og stóð sig best af öllum í Hurricanes í framlengingunum, …að mínu mati.

Þetta var langur og mjög spennandi leikur. Bæði lið spiluðu mjög vel og áttu fullt af marktækifærum.
Núna er staðan 2-1 í seríunni, og við sjáum á mánudaginn hvað Carolina hyggjast gera til að laga stöðuna.

Stay tuned for more NHL playoff news from Aage! ;D