Maple Leafs vita hvað Curtis Joseph hefur verið þeim mikilvægur í þessari úrslitakeppni. Án hans, hefðu þeir ekki komist í Austurdeildar-úrslitin. Núna, hafa þeir efni á að halda honum ? Hann þénaði $6.5 milljónir þessa leiktíð og gæti krafist milli $8-9.5 milljónir næsta ár.
Joseph mun verða “free agent” 1. júlí, sem þýðir að hvaða lið sem er má bjóða honum samning, og ræður hann svo hvaða lið hann vill fara í. Samkvæmt heimildum “ESPN Insider”, Þá eru Dallas Stars meðal áhugamestu liðanna, En þeir missa markmanninn Ed Belfour í lok þessarar leiktíðar.
“Hann gefur okkur sjéns á að vinna alla leiki svo framarlega sem hann er hjá okkur, Curtis Joseph gefur okkur sjéns á að vinna Stanley Cup. Sem leikmenn, Skiljum við hversu mikilvægur okkur hann er og við bara vonum að hann skilji hversu mikilvægur hann er liðinu.” Sagði Gary Roberts við Toronto Star fréttablaðið.
Ég vona að hann ákveði að klára ferilinn sinn hjá Toronto, því hann er þeim mjög mikilvægur. Samt væri nokkuð flott ef Dallas Stars fengju Curtis Joseph og Toronto Maple Leafs fengju Ed Belfour :D