Toronto Maple Leafs voru ekki áhugasamir um hversu mörg stig fyrir stíl þeir ynnu sér inn meðan á eftirminnilegum ferli þeirra í úrslitakeppninni 2002 um Stanley Cup stóð.
Leikmenn eins og markmaðurinn Curtis Joseph og miðherjinn Mats Sundin vildu ekkert heyra um hæfileika liðsins til að yfirbuga lamandi skothríð af meiðslum, veikindin sem gerði það af verkum að þjálfarinn Pat Quinn gat ekki unnið sitt starf um tíma í úrslitum austurdeildarinnar, og þeirra eigin tilhneiging til að spila mjög grófan leik sem endaði oft með óhóflegum, og ótímabærum refsingum.
Fyrir Maple Leafs, var ósigurinn fábrotinn - og sár. Carolina Hurricanes unnu 6. leikinn í úrslitum austurdeildarinnar, 2-1, í framlengingu, sem leiddi til sigurs í seríunni, 4-2. Þetta eru þessar grimmu tölur sem enduðu feril Toronto í úrslitakeppninni þetta árið, ferillinn innihélt 7 leikja sigur á New York Islanders og Ottawa Senators. Í báðum þessum seríum var Leafs spáð falli. Í báðum þessum seríum börðust þeir og sigruðu.
Ef til vill munu þeir bera vott um þessa fyrirhöfn seinna í sumar. Í köldu ljósi dagsins í dag, er aðeins skyn um hvað hefði getað gerst.
“Við mynduðum ekki nógu mikla sókn,” sagði Sundin, sem skoraði markið á síðustu sekúndunum, sem sendi lokaleikinn í framlengingu. “Þegar ég horfi til baka, þá held ég að við höfum ekki skorað neitt mark 5on5. Í sex leikjum, það er ekki nóg.”
Endurkoma Sundin's frá brotnum úlnlið sem hann varð fyrir í fyrstu seríunni, var hetjuleg og hvetjandi, en ekki fyrir hann. Fyrirliði Toronto var í uppnámi yfir því að gera ekki meira gagn á móti Hurricanes.
“Úlnliðurinn varð betri og betri, en við höfðum ekki skorað nógu mörg mörk,” sagði Sundin, sem gerði 2 mörk og 5 stoðsendingar í 8 playoff leikjum. “Ég er maðurinn sem ætlast er til að skori mörk, þannig að ég viðurkenni að hluti af þessu er mín sök, og ég tek hana á mig.
Hann þarf líka að taka til sín part af hrósum sem Leafs hafa fengið fyrir að vera mjög seigir og lið sem gefst aldrei upp!
”Til að vinna Stanley Cup, þurfa stjörnurnar að stilla sér vel upp, og spila vel saman,“ sagði Joseph, önnur hetja úr Leafs sem neitaði að samþykkja öll hrósin fyrir sinn frábæra leik gegn Hurricanes. ”Þetta er erfiðasti meistaratitillinn sem hægt er að vinna í íþróttum. Við höfðum ekki nógar stjörnur sem stilltu sér upp.“
Endirinn virtist gera Maple Leafs agndofa, sem entust lengur á ísnum heldur en venjulegt er fyrir þau lið sem eru útrýmd úr playoffs.
”Það var einhver tilfinning sem gerði það að verkum að við vildum ekki yfirgefa ísinn,“ sagði Joseph. ”Við gátum ekki trúað því að þessu væri lokið.“
En stigataflan sýndi þá grimmu staðreynd og varpaði dimmum skugga yfir liðið.
”Mér finnst við ekki hafa afrekað neitt,“ sagði kantmaðurinn Garry Valk. ”Við enduðum í 4. sæti í NHL deildinni. Okkar markmið var að vinna Stanley Cup.“
Quinn, eins seigur baráttumaður eins og allir hans leikmenn, var eins vonsvikinn eins og mennirnir í hans umsjá, En hann gat ekki hunsað hugrekkið sem Maple Leafs sýndu í úrslitakeppninni.
”Það eru margir persónuleikar í liðinu,“ sagði Quinn. ”Flestir af þessum strákum gáfust aldrei upp. Ég held stundum að það sé þetta tvíeggjaða sverð, það sem við dáumst að líkar öðru fólki ekkert alltaf vel við, og ég held að við höfum gjaldið vegna þess. Við höfðum þetta í öllum seríunum, en við gátum bara ekki sigrað það í þessari. En það breytir því ekki við reyndum alltaf að þrauka og gáfumst aldrei upp. Því miður, þá féllum við á tíma.“
”Ég hef aldrei fundið leið til að sætta mig við að tapa,“ sagði Quinn. ”Þannig, þetta fer illa í mig.“
En Quinn áttaði sig líka á því að Hurricanes spiluðu óvenjulega vel í þessari seríu.
”Jamm, þeir gerðu það sem þeir þurftu til að vinna seríuna,“ sagði hann. ”Og veistu, ég held að við höfum hjálpað þeim með að “checkin”, en þeir “checkuðu” mjög vel. Við bara fundum ekki pláss fyrir okkur í mörgum leikjunum.“
”En, Ég þekki nokkra af þessum ungu mönnum þarna hinu megin nokkuð vel, og ég bjóst ekki við neinu öðruvísi. Þeir voru frábærir. Allt liðið þeirra, aðkoman hjá þeim var gerð með góðri liðsheild og það er þess vegna sem þeir eru komnir áfram.“
En samt sem áður …
”Þegar þú tapar, þá syrgir þú.“ sagði Quinn. ”Þú hugsar: “hvað ef”, og það skiptir reyndar litlu máli þá. Maður fer líka að hugsa um það sem við töluðum um í æfingabúðunum á 1. degi. Á þeim tíma sagði maður, að við héldum að við værum með nógu gott lið til að keppa í úrslitunum, en það eru líklega 9 eða 10 önnur lið sem gætu hafa sagt það sama. Þetta er eitt af árunum sem maður sér eftir einum smá mistökum eða sér eftir meiðslum eða einhverju af því að maður kemst ekki áfram í úrslitakeppninni.
“Það eru tímar sem maður ætti ekki að búast við að komast áfram og það eru tímar sem maður ætti að búast við því. Þetta ár, höfðum við von. Já, það var svolítið áfall með meiðslin og þess háttar hluti, en við höfðum ennþá þessa eftirvæntingu og von um að við gætum haldið áfram, en við gátum ekki látið verða af því.”
“Mér hefur alltaf fundist liðið okkar vera nokkuð hæfileikaríkt lið,” sagði Quinn við fréttamenn. “Það er ástæða til að fagna einhverstaðar, en ekki hjá mér.”