Þegar salurinn þagnaði, vissi Martin Gelinas að hann hafði skorað mikilvægasta mark sitt á ferlinum, sem kom Carolina Hurricanes í úrslit fyrsta skiptið í sögu félagsins.
Með því að “deflecta” erfiðri sendingu frá Josef Vasicek beint í netið þegar 8:05 voru liðnar af framlengingu, tryggði hann 2-1 sigur fyrir Carolina gegn Toronto Maple Leafs. Með þessum sigri vann Carolina Austurdeildar-úrslitin í 6 leikjum.
“Ég sá hann fara inn, en ég gáði tvisvar til að vera viss,” sagði Gelinas
“En þegar ég sá alla á hoppandi á ísnum, og salurinn varð þögull, var ég alveg viss.” Þetta var nett mark, sem endurspeglaði alla fyrirhöfnina sem Hurricanes hafa lagt á sig þessa úrslitakeppni.
“Það var viðeigandi að einn af þessum gaurum skoraði þetta mark. ….Það eru aldrei þeir sem maður á von á. Marty átti þetta mark vel skilið. Hann hefur lagt sig allan fram, og á skilið smá sviðsljós.” sagði þjálfari Hurricanes, Paul Maurice.
Jeff O'Neill skoraði einnig fyrir Hurricanes, meðan Arthurs Irbe varði 35 skot.
Mats Sundin náði að jafna leikinn þegar um það bil 20 sekúndur voru eftir, og gaf Toronto þannig sjéns á að vinna með framlengingu.
En þær vonir urðu að engu þegar Carolina skoraði og tryggði sér áfram í úrslitin, eftir þó nokkur mark tækifæri hjá báðum liðum.
Carolina munu spila fyrsta leikinn í úrslitaseríunni á útivelli, annað hvort gegn Colorado Avalanche sem unnu í fyrra, eða Detroit Red Wings.
Curtis Joseph varði mörg frábær skot í leiknum, samtals 34, en átti engan sjéns í markið hjá Jeff O'Neill sem kom leiknum í 1-0. En hann varði mjög vel í byrjun framlengingar líka en það dugði ekki til því Carolina fundu leið framhjá honum.
Þetta var sorglegur endir fyrir Toronto Maple Leafs sem höfðu lagt svo mikið á sig til að halda sér í keppninni án fyrirliðans og fleiri góðum leikmönnum, svo maður tali nú ekki um þjálfarann sem gat ekki verið viðstaddur 2 leiki.
En Toronto munu koma sterkir til leiks næsta ár og vinna bikarinn þá! :D