Curtis Joseph gæti orðið “free agent” 1. júlí og það hræðir liðsfélaga hans. Þeir hafa fulla trú á að það sé aðallega “CuJo” að þakka að þeir náðu svona langt.
“Curtis hefur verið okkar mikilvægasti maður síðan hann kom hingað,” sagði Mats Sundin. “Þegar maður hefur markmann á hans mælikvarða þá færir það öllu liðinu sjálfstraust. Maður sér það bara á því hvernig vörnin og sóknin hjá okkur spilar, og þannig hefur það verið í fjögur ár.
”Við erum einfaldega heppnir að hafa besta gaur í heimi í okkar liði,“ sagði Alyn McAuley í Leafs. ”Maður vill ekki setja þessa pressu á hann en hann virðist bregðast svo vel við þessum hindrunum sem við setjum fyrir hann. Hann stendur sig fyrir okkur.“
”Everybody knows we want Cujo to come back,“ said the Leafs' Darcy Tucker. ”I think the guys have made it clear.“
”Allir vita að við viljum halda CuJo í liðinu,“ sagði Darcy Tucker í Leafs. ”Ég held að strákarnir hafi gert það ljóst.“
Joseph var spurður í gær hvort hann vildi tala við fjölmiðla um hvað hann hyggðist gera í sambandi við að verða ”free agent“.
”Nei,“ var það eina sem hann sagði.
Þetta svar var mjög líkt því svari sem Sundin sagði þegar hann var spurður hvort hann gæti hugsað sér Maple Leafs án Joseph.
”Nei, það get ég ekki,“ sagði hann.
Ég vona að hann fari ekki frá Toronto því hann er mjög góður markamður og hefur átt stóran hlut í velgengni þeirra síðustu 4 ár, en aldrei unnið Stanley Cup með þeim.
Ef CuJo fer frá Toronto þá er möguleiki á að Leafs fái fyrrverandi markmann Dallas Stars, Ed Belfour sem er búinn að ákveða að fara frá félagi sínu og verða ”free agent".