Liðið Toronto Maple Leafs er ekki þekkt fyrir að auðvelda sér hlutina, en þegar á heildina er litið, gæti það jafnvel verið lykillinn að velgengni þeirra.
Seinasta laugardag spiluðu Toronto eflaust sinn sterkasta leik, og ef ekki áreiðanlegasta leikinn í austurdeildar úrslitunum, og unnu þeir fimmta leikinn í seríunni 1-0. Það var eins gott, því að þeir hafa horft framaná 3 töp í röð, og hefðu þeir tapað þessum leik, hefði það þýtt sumarfrí fyrir þá.
“Við höfum gengið í gegnum margt sem hópur í þessari úrslitakeppni og það hefur styrkt okkur og gert okkur miklu harðari af okkur,” sagði Darcy Tucker, sem skoraði eina markið 5. leiknum. “Ég er mjög stoltur að spila með liði eins og þessu. Við eigum langan veg framundan, en við unnum einn leik. Nú þurfum við að vinna næsta líka.”
Næsti leikur verður þriðjudagskvöld í Air Canada Center sem er skautahöllin í Toronto. Aftur þá þurfa Leafs að vinna eða fara heim fyrir fullt og allt. Sigur myndi jafna seríuna og breyta aðstöðunni í “winner-take-all” leik 7 á fimmtudaginn.
Út þessi playoffs, hafa Maple Leafs sýnt að þeir eru lið sem skarar fram úr þegar spjótum er beint að þeim.
Í fyrstu umferð, unnu þeir í leik 7 á móti Islanders eftir að hafa tapað illa í 6. leiknum. Í annari umferð, töpuðu þeir gegn Ottawa í 1. leiknum með stórum mun, en unnu síðan leik 2 í þrefaldri framlengingu. Í þessari sömu umferð misstu þeir Ottawa fram úr sér með 3 sigraða leiki gegn 2 hjá Toronto, en unnu síðan næstu 2 og komust áfram.
Á þessum veg, hafa þeir misst fyrirliðan sinn, Mats Sundin, sem úlnliðsbrotnaði, Tucker sem axlarbrotnaði og varnarmanninn Jyrki Lumme. hver um sig hefur snúið aftur og gert mjög mikilvægt framlag.
Toronto hafa meira að segja verið án þjálfara síns, Pat Quinn, sem missti af 3. og 5. leiknum gegn Carolina. hann var með óreglulegan hjartslátt og þurfti að sitja inni á sjúkrahúsi um tíma.
En, í gegnum þetta allt hafa Leafs flækst, klórað og barist til að vinna leiki og halda sér inní playoffs. aga mistök hafa leitt til fjölmargra slæmra refsinga (penalties) og ótímabærar línuskiptinga. Enn sem komið er, hafa Leafs ekki gefist upp og, hingað til, gengið vel.
Á laugardaginn, settu Leafs sig milli steins og sleggju eftir að ná 1-0 forystu með marki Tuckers. Við að reyna halda við þessari 2. forystu sem Leafs hafa náð í þessrai seríu, urðu þeir alltof hörkulegir og byrjuðu nánast að vera fastagestir í “penalty-boxið.”
Samtals, gáfu þeir Carolina fimm “manni-fleiri” aðstæður, að meðtöldum 59 sekúndna 5-on-3 ástand. En, einhvernveginn náðu þeir að þrauka, aðallega markmanninum Curtis Joseph sem stóð sig frábærlega og náðu sínu 3. “shutout” í þessu playoffs, og 15. á öllum playoff ferli sínum.
“Við erum lið sem er mjög ósamstætt, við höfum fullt af mismunandi persónuleikum, fullt af seigum gaurum og við erum að treysta á eitthvað eldfimt,” sagði Joseph, sem færði sig upp í annað sæti á “flest shutout allra tíma í playoffs” listan. “Þetta er hvernig við spilum.”
Stíllinn sem þeir spila eftir er ekki alltaf fallegur, en þeim er alveg sama. Þeir vilja bara vinna. Eftir að hafa tapað gegn New Jersey í playoffs, síðustu tvær leiktíðir, sjá Leafs þetta sem þeirra besta sjéns til að setja blett í söguna hjá þessum brjálaða hokkíbæ.
Útkoman er, þeir leggja sig fram öll kvöld, haltrandi frá meiðslum, útkeyra líkamann, fleygja sér fyrir skot, fara yfir strikið –ef nauðsynlegt er– til að vinna. Margir af leikmönnum Toronto eru þjóðarógn í Long Island, í Ottawa og, núna, í North Carolina.
“Ég held að það sé bara okkar tilbúningur, að ef við spilum öðruvísi en að vera hungraðir í sigur, þá eigum við ekki eftir að vera jafn árangursríkir eins og við erum venjulega. Ég held að eiginleiki liðsins hafi verið í fylkingu þessi playoffs.” sagði Tucker, sem snéri aftur fyrir 9 dögum eftir að hafa meiðst illa á öxlinni og sagður ekki muna geta spilað neitt þessi playoffs.
“Það er langur vegur að komast á þann stað í playoffs sem við erum komnir á núna, en það er jafnvel lengri vegur að komast á þann stað sem við viljum fara á, og sá vegur felur í sér að vinna næstu 2 leiki, til að komast í úrslitin. Þannig að við verðum að fókusa á Þriðjudagskvöld og undirbúa okkur fyrir það.”