Peter Forsberg sýndi enn og aftur af hverju hann gæti verið besti hockey spilari í heimi.
Sænski snillingurinn skoraði þegar 6:24 voru liðnar af framlengingunni, sem færði Colorado Avalanche 2-1 sigur á Detroit Red Wings og gaf Colorado 3-2 forskot í seríunni.
Forsberg, sem einnig hafði stoðsendingu, er markahæstur í playoffs og með 27 stig þrátt fyrir að hafa misst af allri leiktíðinni eftir að hafa farið í 4 fóta aðgerðir og látið fjarlægja miltað á undanförnu ári.
“Þetta er alveg ótrúlegt,” sagði Bob Hartley, þjálfari Colorado. “jafnvel eftir að hafa misst af öllu árinu, heldur hann áfram að takast á við áskoranir og pressu. Hann er hinn fullkomni pakki af leikmanni.”
Þjálfari Detroit, Scotty Bowman sagði að dómgæslan hefði misst af rangstöðu þegar sigurmarkið var skorað, markið kom í hraðaupphlaupi þegar Red Wings voru að skipta um línu.
“Þetta var snöggt spil, erfitt að dæma,” sagði Bowman. “Maður fer ekki að væla útaf svoleiðis hlutum.” Forsberg sagði að hann vissi ekki hvort samherji hans, Brian Willsie hafi verið rangstæður, en hann vissi það að hann átti ekki von á að fá svona mikið pláss við spilið sem varð að 3. framlengingar-markinu hans á ferli sínum.
“Maður fær vanalega ekki hraðaupphlaup í framlengingum,” sagði Forsberg, sem er með 9 mörk og 18 stoðsendingar í playoffs. “Ég var svolítið taugaóstyrkur, en ég náði að klára það af.” Colorado, sem eru að verja Stanley Cup titil sinn síðan í fyrra, geta unnið Red Wings og fært sig skrefi nær því að vinna bikarinn aftur með því að vinna leik 6, sem verður miðvikudagskvöld á heimavelli.
“Við verðum að spila meira skynsamlega,” sagði fyrirliði Red Wings, Steve Yzerman, sem jafnaði leikinn snemma í 3. leikhluta. “Við verðum að spila okkar stöður. Það þýðir ekki fyrir okkur að vera að skauta útum allan ísinn.” Colorado og Detroit spiluðu 3. framlenginguna þeirra í seríunni - 6. í þeirra viðureignum í playoffs síðan 1996.
“Þetta hlýtur að vera tilviljun,” sagði Joe Sakic í Colorado
Colorado, sem áttu aðeins 1 skot í framlengingunni meðan Detroit áttu 4, urðu fyrstir til að vinna 2 leiki í röð í seríunni.
Steven Reinprecht gaf Colorado 1-0 forskot snemma í 1. leikhluta.
Síðan gerðist ekki mikið fyrr en Colorado fékk á sig refsingu fyrir að hafa of marga menn á ísnum, það gaf Red Wings powerplay þegar 6:54 voru eftir. Patrik Roy varði þá nokkru sinnum til að eyðileggja tækifærið hjá Red Wings um að ná marki.
Eins og Dominik Hasek fyrr í leiknum, þá fékk Roy smá hjálp frá stönginni.
Þegar um það bil 100 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma, gerði Brendan Shanahan hjá Detroit gabbhreyfingu til að plata varnarmann og Roy, en skotið hans skall af stönginni.
“Ég á eftir að fá martröð um þetta,” sagði Shanahan.
Hasek varði skot frá Forsberg þegar um það bil 10 sekúndur voru eftir, sem tryggði að það yrði framlengt, sem þýddi að í 4 leikjum hafa verið 3 framlengingar.
Patrik Roy markmaður Colorado varði 26 skot en Dominik Hasek markmaður Detroit varði 27 skot.
Fyrsta mark leiksins kom eftir frábæra sókn hjá Colorado. Þar sem Forsberg skautaði upp með pökkinn meðfram vinstri kantinum, snéri sér snögglega, gaf síðan stutta sendingu á Reinprecht, sem skoraði svo með því að plata Hasek og fara aftan við markið og læða svo pökknum inn hinu megin, rétt framhjá varnarmanninum Nicklas Lidstrom, þegar 17:11 voru liðnar af 1. leikhluta.
Seinna markið í venjulegum leiktíma kom svo þegar 54 sekúndur vor liðnar af 3. leikhluta. Yzerman skautaði með pökkinn fram í vinstra hornið, fór síðan að Roy og skaur síðan skoti sem einhvern veginn náði að troðast milli hægra hnésins á Roy og stangarinnar.
Þetta var 67. markið hjá Yzerman í playoffs, sem jafnaði gamalt met sem Gordie Howe átti fyrir flest skoruð playoffs-mörk í sögu Detroit.
Nú verður spennandi að sjá hvort Colorado vinni næsta leik og komist áfram í úrslitin eða hvort Detroit vinni og fái þá sjéns á að komast í úrslitin með því að vinna leik 7.