Nú eru framundan tveir spennandi leikir.
Annars vegar Toronto vs. Carolina og his vegar Detroit Red Wings vs. Colorado Avalanche.
Leikurinn Toronto vs. Carolina skiptir mjög miklu máli fyrir Toronto, því ef þeri tapa þessum þá detta þeir út úr playoffs og Carolina komast áfram í úrslitin.
Í síðasta leik liðanna þá unnu Carolina 3-0 eftir MJÖG spennandi leik sem Toronto áttu skilið að vinna, eftir 1. leikhluta var staðan 1-0 en bæði lið áttu svipað mörg skot á mark ..8/9 fyrir Leafs.
Síðan í 2. leikhluta byrjuðu Toronto að eigna sér leikinn með því að spila mjög vel, gera góð hits, og skjóta mikið á markið nánar tiltekið 10 skotum á meðan Carolina náðu aðeins 3, en Toronto voru svo óheppnir að markmaður Canes, Irbe var að spila frábærlega og hleypti engu skoti inn fyrir marklínuna.
Síðan kom 3. leikhluti og voru Leafs þá orðnir áhyggjufullir um að ná ekki að skora ef Irbe væri að spila svona vel, en þeir byrjuðu samt af krafti og voru staðráðnir í að ná marki. Þeir spiluðu mjög vel og sýndu mikinn baráttuhug og náðu 12 skotum á markið á meðan Canes náðu aðeins 4, semsagt þá voru Leafs að owna þennan leik alveg þangað til að 16:28 voru liðnar af 3. leikhluta, þá fékk Gary Roberts í Leafs á sig slæmt penalty Interference og plús 10 mínútna Miscontuct, semsagt hann fékk ekki að spila meira í þessum leik og Leafs yrði þá einum færri það sem eftir var af leiknum. En ekki var óheppnin á enda strax því Tomas Kaberle fékk á sig penalty á sama tíma og þurfti að fara í boxið í 2 mínútur fyrir roughing. Nú var útlitið mjög svart fyrir Leafs og þurftu þeir að spila 3on5 í 2 mínútur og síðan 4on5 það sem eftir var af leiknum, semsagt þá áttu þeir nú litla sem enga von um að jafna og ná framlengingu. Það sem eftir var af leiknum voru skoruð 2 mörk af Carolina, eitt eftir slæm varnarmistök hjá Leafs, þannig að Leikurinn fór 3-0 fyrir Carolina og Leafs berjast nú við að halda séríunní baráttunni um Stanley cup með því að reyna að vinna næsta leik.
Snúum okkur nú að Detroit vs. Colorado.
Síðasti leikur liðanna fór 2-1 fyrir Detroit eftir hrikalega spennandi leik sem er fjallað um í greininni hér á undan þannig ég ætla ekki að segja mikið um hann. Nema það að markmaður Colorado, Patrik Roy vjargaði Colorado frá því að tapa ekki með stærri mun þvú hann var að spila mjög vel. það sama má segja um Hasek, markmann Detroit því hann átti líka góðan leik og varði þónokkur skot.
Semsagt þá er staðan í viðureign Detroit og Colorado 2-1 og staðan í viðureign Toronto og Carolina 1-3
Nú er umað gera fyrir Colorado að vinna því annars fá Dettroit hættulega forystu í umferðinn sem gæti orðið mjög erfitt fyrir Colorado að vinna upp, ef þeir vilja eiga sjéns á Stanley Cup.
Ég vill taka það fram að ég sótti engar heimildir í þessa grein heldur skrifaði allt eftir aða hafa horft á þessa leiki. Þannig að endilega komið með comments um hvað ég mætti laga og bæta varðandi greinaskrif mín ;)
Takk fyrir, Aage the Toronto fan! ;D