Meistari fiðrildisins hefur verið hin mesta ógn í velgengni liðs síns um keppnina um Stanley bikarinn.
“Patrick var ástæðan fyrir því að við unnum Stanley Bikarinn.” Sagði Larry Robinson, fyrrum liðsfélagi hans, núna aðstoðarþjálfari hjá New Jersey Devils en þeir unnu Stanley bikarinn með Montreal Canadiens árin 1986 og 1993.
“Aðalatriðið árið 1986 var í úrslitaleiknum á móti New York Rangers þegar þeir rústuðu skotunum 13-1, en eina markið sem við fengum var vinningsmarkið. Leikur hans í marki var aðalatriði okkar í för um Stanley Bikarinn það ár. Patrick var aftur ástæðan fyrir því að Montreal vann árið 1993. Hann er frábær markmaður. Þegar allt er undir þá er gott að hafa hann í marki fyrir liðið þitt í úrslitunum.”
Roy hefur anda og hæfni til að stoppa pökkin við verstu aðstæður.
Gott dæmi um það kom árið 1993 á móti Los Angeles Kings. Eftir að hafa komið með stóra marvörslu á skyttuna Tomas Sandstrom alveg útí horni leit Roy gætilega upp og gaf vonbrigða sóknarmanninum blikk. Það var jákvæð bending af goðsögn sem hafði spilað 100 mínútur af overtime hokkí árið 1993 án þess að láta á sig mark.
“Við spiluðum 11 overtime leiki í þessum úrslitum og eftir að hafa tapað fyrsta unnum við 10 í röð.” Sagði fyrrum liðsfélagi hans Denis Savard sem er nú aðstoðarþjálfari hjá Chicago Blackhawks. “Okkar lið var pottþétt á því að ef við héldum leiknum út í overtime þá væri möguleikinn mikill hjá okkur. Patrick sagði okkur að fara út á ísinn og spila því þeir myndu ekki skora hjá sér. Hann sýndi mikla forystu og við trúðum á hann. Hann var ekki bara að mæta 10 skotum í leikhluta, stundum voru það 15 markmöguleikar á honum en ekkert mark, Patrick Roy gaf okkur von.”
“Ég er tilfinningalegur maður.” Sagði Roy. “Þegar ég er í hasarnum, þá geri ég stundum hluti og læt tilfinningarnar ráða. Þannig er ég bara. Af hverju er ég svona? Það er útaf því að ég elska það sem ég er að gera, spila íshokkí. Ég vil bara vinna í hvert skipti og ég geri hvað sem ég held vera nauðsynlegt til þess.
Það er það sem ég fæ borgað fyrir og nýt hverrar mínútar af því.”
Roy spilar ekki einhvernveginn eða svona razzle-dazzle stíl. Í staðinn hefur hann unnið með 3 eða 4 hreyfingar og fullkomnar þær með tímanum. Hann treystir á hæfileika sínum í fiðrildis markvörslunum.
Mesti hæfileiki í vopnabúri Patrick Roy's er hæfileiki hans til að spila undir þrýstingi. “Hann er með stáltaugar.” Segir markmannsþjálfari Detroit Red Wings Jim Bedard. “Roy er týpa af markmanni að þegar stórir leikir eru þá er hann rólegasti maðurinnn í byggingunni. Það geta verið 20,000 aðdáendur öskrandi en hann er fullkomlega þægilegur þarna úti. Hann er svo einbeittur í stórum leikjum.”
“Ég hef alltaf elskað að keppa.” Sagði Roy. “Ég trúi á stílinn sem ég spila með, fiðrildisstílinn (butterfly) og standa upp stílinn þegar viss skot er um að ræða, hjálpa mér mjög mikið. Hluturinn sem ég hef alltaf elskað eru vinningsleikir. Ég elska að fara á ísinn, keppa og skora á aðra, sigra og hugsa um næsta sigur. Ég bara elska þennan leik.”
Roy hefur unnið þrjá CONN SMYTHE bikara sem mikilvægasti leikmaður liðs síns í úrslitunum (1986, 1993 og 2001). Af sínu eigin mati er hann að spila sitt besta hokkí um árin… ekki beinlínis góðar fréttir fyrir San Jose Sharks en Colorado og San Jose eru að keppa í annari lotu úrslitanna.
Takk fyrir, MutaNt.
x ice.MutaNt