Þá kemur Sergei Federov:
Fyrsti evrópski leikmaðurinn til að vinna Hart bikarinn sem mikilvægasti leikmaður liðs síns (1994). Var líka fyrsti leikmaðurinn til að skora 11 sigurmörk í einni leiktíð með Detroit Red Wings - eyddi gamla metinu sem stóð í 60 ár af Carson Cooper.
En sönn mæling á súperstjörnu er hæfni hans til að framkvæma undir miklu álagi og nákvæmri grannskoðun - á úrslitatíma þegar allur heimurinn er að fylgjast með.
“Sergei Federov er alveg frábær á úrslitatíma!” Sagði forstjóri Red Wings Ken Holland. “Þegar við fórum í seinustu fjóra leikina í úrslitunum frá ‘95 - ’98 þá var Sergei með 20 stig í fjórum leikjum. Hann hefur frábæran hraða, góða sjón og er með góða hæfileika til að hjálpa fólki.”
“Hokkí kerfið heima hjálpaði mér pottþétt í NHL.” Sagði Federov. “Ég er mjög þakklátur landi mínu og fyrir að hafa fæðst þar og þakklátur hokkí kerfinu sem ég fór í gegnum. Mikið af fólki talar um slagi við þjálfara og pólitíkina á þeim tíma en ég hef aldrei verið hluti af því. Ég bar bara ungur strákur í liði Rauða Hersins og ástæðan fyrir því að ég gekk í besta félag í heimi var til að læra hokkí, sama hversu erfitt það gæti verið.”
Þegar það er verið að búa til sigurspil eða winnings play þá situr Federov ekki og bíður þess að eitthvað gerist, hann fer og lætur eitthvað gerast sjálfur.
“Sergei er með mjög gott keppnis skap” Sagði formaður Mighty Ducks sem þjálfaði hann hjá Red Wings frá árinu 1990-93. “Hann er baráttumaður. Hann nær ekki bara í stig og hjálpar liði sínu að vinna heldur hjálpar þeim að vinna því hann er svo góður varnar-sóknarmaður.”
Federov viðurkennir að hann spilar sitt besta hokkí þegar allt er undir. “Það á að framleiða hið endanlega mark í úrslitunum. Mér finnst gaman að spila í úrslitunum vegna spennunar. Styrkurinn er allt hjá mér í hverri mínútu, hverjum leikhluta og hverja skiptingu á ísnum. Það er létt að vera einbeittur í úrslitunum.”
Red Wings eru að spila sitt besta hokkí. “Ég held að allt sé í húfi!” Segir Federov. "Allavega eftir leiktíðina þá verðum við að spila eins vel og við getum. Allir munu dæma þetta lið þegar við spilum í úrslitinum (playoffs).
Að lokum þá vil ég segja að Red Wings unnu Vestur-Deildina með 116 stig og eru að vinna aðra lotu í úrslitunum á St. Louis Blues 2 - 0 s.s. frábært og gott lið.
Takk fyrir, MutaNt.
x ice.MutaNt