Toronto Maple Leafs Ég var að horfa á Canal+ síðastliðna Miðvikudagsnótt og
var verið að sýna frá leiknum Toronto Maple Leafs vs.
NY Rangers og ég verð að segja að þetta hafi verið einn
af þeim skemmtilegustu leikjum sem ég hef séð!

Mats Sundin skoraði sitt fertugasta mark á leiktíðinni
og Darcy Tucker og Cory Cross skoruðu báðir tvö mörk
á meðan Toronto Maple Leafs tryggðu fyrstu tvo
heimaleikina í byrjun Playoff'ana á 7-2 sigri
á NY Rangers.

Þetta var þriðja skipti sem Mats Sundin skoraði 40 mörk
eða meira á sínum ferli og þarf eitt mark til að verða
markahæstur af öllum þeim sem hafa spilað með Toronto.
Hann náði að skora 47 mörk á leiktíð sinni með Quebec
Nordiques árið 1992-93.

Maple Leafs tryggðu fjórða sætið í Eastern Conference
og munu spila aukaleikinn á mögulegu fyrstu lotu í
úrslitunum.

“Við erum búnir að vera einbeittir seinustu vikur og
Ottawa hefur verið að spila vel og NY Islanders hafa
líka verið að spila vel fyrir aftan okkur í deildinni,
þannig að við viljum vera vissir að við byrjum úrslitin
á heimavelli.” Mats Sundin.

“Það eru tveir leikir eftir þangað til að ný leiktíð
hefst, og stöður og allt hitt dótið fer út um gluggan
í flýti.” Bætti Tucker við.

Toronto hélt líka vonunum lifandi um að vinna
Northeast Division, eru bara þremur stigum eftir Boston
og eiga tvo leiki eftir.

NY Rangers féllu alveg eftir að Sundin skoraði sex
mínútum inn í þriðja leikhluta áður en Mikael Renberg
og Cross skorðuðu mörkin sín á nýliða markmanninn,
Daniel Blackburn hjá NY Rangers.

Cory Cross skoraði í fyrsta skipti tvö mörk í leik
á meðan Tucker bætti metið sitt um 22 mörk á
þessari leiktíð.
“Það er frábært að skora mörk.” Darcy Tucker.

Aðeins 18 ára Daniel Blackburn var að reyna verða
fyrsti unglingurinn í sögu NHL til að vinna sex leiki í
röð. Hann sameinaðist Tom Barasso og Allan Bester
sem einu unglingarnir til að vinna fimm leiki í röð.

Að lokum vil ég bara óska Toronto til hamingju með
að komast í úrslitin og vona að þeim gangi vel og
ef til vill vinni bikarinn.

Takk fyrir, MutaNt.
x ice.MutaNt