Street hockey er eins og margir vita hockí á strætum (beinþýðing!=Þ) eða bara hokkí á öðru en ís. Ég hef stundað street hockey í 2 ár, reyndar frekar óvirkt í fyrra og mun líklega ekki koma til með að spila mikið í sumar. En hvað um það, mig langar að tala um velli og skort á þeim hér á landi. Síðustu 2 sumur höfum við notað bílaplan KFUM og KFUK við Holtaveg, Reykjavík og ég vil þakka þeim kærlega fyrir aðstöðuna. Við myndum nota aðstöðuna áfram ef ekki væri kominn leikskóli sem opna mun í sumar. Planið var alveg slétt og við útveguðum mörkum. Nú langar mig að spyrja fólk hérna, í fyrsta lagi: Er eitthvað slétt plan í Reykjavík sem hugsanlega væri hægt að nota? Í öðru lagi: Er nægur áhugi fyrir þessu til þess að skora á borgarstjórn að útvega einum svona velli, t.d. í Laugardalnum ?
Við höfum reyndar reynt undirskriftalista en það gekk ekki. Það er samt alltaf hægt að reyna aftur, er áhugi eða ekki ?
Kv. Daywalke