Jæja núna er deildarkeppninn búinn og ljóst er hvaða lið fara í úrslitakeppnina en eins og flestir vita þá eru það SA og Björninn sem munu spila þar.
Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá réðast það ekki fyrir en í seinasta leiknum í deildinni hvaða lið það yrði sem mundi spila á móti SA í úrslitunum. En SA var þegar búinn að tryggja sér sigurinn í deildinni í leiknum áður á móti SR sem endaði 5-4 SA mönnum í vil og í leiðinni trygðu þeir sér heimaleikja réttindinn. Eftir þann leik var því ljóst að Björninn þurfti að vinna með 4 marka mun í næsta leik. Sumir töldu þetta ómuglegt en Bjarnarmennirnir sýndu mikinn karakter og tóku sig til og unnu 9-4.
Sá leikur er án ef sá skemmtielgasti og mest spennandi leikur sem ég hef horft á á ævi minni! Fyrsti leikhluti fór 6-0 fyrir Bjarnarmenn og gekk allt upp hjá þeim og húsið var að springa! Ég hef ekki séð jafn marga á Íslenskum hokkí leik, það var staðið nánast allann hringinn kringum svellið, það var ekki eitt sæti laust, það var staðið í stúkkunni og inní Ís-salnum og alvöru úrslitabragur af þessu, stuðningmenn beggja liða stóðu fyrri sínu og öskruðu allann leikinn. En eins og ég sagði þá fór fyrsti leikhlutinn 6-0 og allt gekk upp hjá Bjarnarmönnunum, vörninn varðist vel, sókninn nýtti færin sín og markmaðurinn varði. Annar leikhluti var meiri jafnræði með liðunum og endaði sá leikhluti 7-2, s.s. SR vann leikhlutann 2-1. Þriðjuileikhlutinn hóft og allt var að verða vitlaust í höllinni! Bjarnarmenn bættu stöðu sína með því að skora eitt mark og staðan því 8-2. SR-ingar minnka munninn í 8-4, en í þessari stöðu voru Bjarnarmennirnir komir í úrslit og reyndu SR ingar allt sem þeir gátu tils að jafna en pökkurinn vildi ekki framhjá markmanni Bjarnarins. Sr-ingar tóku markmanninn sinn útaf en í svipaðri andrá náðu Bjarnarmenn pökkinn og skutu á opið mark 9-4 sigur með 5 markamun staðreynd og Bjarnmenn farnir í úrslit í annað skiptið frá stofnun félagsins.
Jæja svo bæði liðin fara með góða sigra inn í úrslitakeppnina. Seinast þegar þessi lið mættust þá unnu SA 6-0 fyrir norðan, en býst ég við því að það sé ekki að fara gerast aftur á þessu tímabili.
En aðeins um liðin: SA menn hafa verið góðir allt tímabilið og hafa nokkra beidd í liðinu. Vörninn hjá SA er mjög sterk en þeir hafa innann borðs Josh Gribben, Ingvar og Bjössa og auðvita fleiri en þetta eru þeir bestu að mínu mati, sem hafa verið allir góðir þetta tímabil. Sókninn er ekki síðri hjá þeim en þar hafa þeir Jón Gísla, Stefán, Steinar Grettis, Jóa leyfs, Gunnar Darra og Rúnar og auðvita fleiri, allt eru þetta mjög góðir sóknarmenn og hafa skorað mikilvæg mörk. Markmenn SA eru mjög góðir Ómar og Sæmundur, Ómar er búinn að vera aðalmarkmaður liðsins þetta tímabil og hefur staðið sig mjög vel þó að Sæmundur sé ekkert síðri.
Svo Bjarmönnum bíður erfit verkefni fyrir norðann að brjóta niður lið SA.
Lið Bjarnarins er yngra og óreyndara en lið SA. En þrátt fyrir ungann aldur hafa þeir sínt sig og sannað þetta tímabil. Gunnar, Ólafur Hrafn, Mattíhas, Brynjar, Einar, Úlafar, Birgir og Hjörtur eru aðal sóknarmenn liðsins en allir þessir skoruðu í leiknum á móti SR nema Ólafur Hrafn. Allir þess leikmenn eru mjög góðir og geta vel strítt vörn norðann manna. Vörninn er heldur ekki léleg hjá þér eins og hjá SA en þeir hafa Vilhelm, Kóp, Róbert, Óla, Steindór svo einhverjir séu nefndir. Markmenn Bjarnarins eru þeir Snorri og Styrmir, en þeir hafa báðir verið mjög góðir allt tímabilið.
Svo ég get lofað ykkur því að allir leikirnir í úrslitakeppninni verður barist uppá síðasta blóðdropa. Bæði lið hafa mjög góða leikmenn og er ómögulegt að segja hvaða lið verður íslandsmeistarar.
Úrslitakeppninn hefst síðan 4. mars á akureyri síðan er leikur daginn eftir eða 5. mars. Síðan er eins dags hvíld og síðan 7. mars verður spilað í Egilshöllinni, en sá leikur verður einnig sýndur í sjónvarpinu. Síðan síðan mánudaginn 8. mars verður 4 leikurinn ef það þarf. Síðan ef fimmti leikurinn verður, mun hann vera spilaður á Akureyri miðvikudaginn 10. mars.
Jæja, núna er það bara að bíða spenntir eftir úrsltiakeppninni. Hverjir vinna þetta?