Grábjörn fann þetta á heimasíðu Í.H.Í og datt í hug að setja þetta hér inn líka, í ljósi undanfarinnar umræðu.
Kveðja: Grábjörn.
Ár 2008, mánudaginn 21. apríl, er í Áfrýjunardómstól ÍSÍ, í málinu nr. 5/2008:
Skautafélag Reykjavíkur
gegn
Skautafélagi Akureyrar
uppkveðinn svohljóðandi
dómur:
Mál þetta dæma Jón G. Zoëga, Gestur Jónsson og Helgi I. Jónsson.
Áfrýjandi skaut málinu til dómstólsins með áfrýjun 4. apríl 2008. Áfrýjað er dómi Dómstóls ÍSÍ frá 29. mars 2008.
Málið var dómtekið í dag að loknum munnlegum málflutningi.
Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og kröfur áfrýjanda þess efnis að úrslit leiks áfrýjanda og stefnda, sem leikinn var 26. mars 2008, verði látin standa og að Emil Allengard verði veitt leikheimild frá Íshokkísambandi Íslands. Þá er þess krafist að sekt, sem áfrýjandi var dæmdur til að greiða, verði felld úr gildi.
Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms.
Upplýst er að leikmaðurinn Emil Allengard hafði aldrei leikið með íslensku félagsliði áður en hann lék umræddan leik með liði áfrýjanda. Samkvæmt því og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta hann.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður.
Jón G. Zoëga
Gestur Jónsson
Helgi I. Jónsson