þá er komið á hreint í flestum flokkum hvernig veturin fór og ætla ég að tilkynna það sem ég veit.
í MFL. SA unnu SR í úrslitakeppninni eftir nokkra fína leiki sem voru ágætis skemmtun á köflum og skoraði Eigill Þormóðsson leikmaður SR eitt það flottasta mark sem ég hef séð.
í 3 flokki. í 3 aldursflokki báru Bjarnarmenn höfuð og herðar yfir önnur lið o voru búnir að tryggja sér titilinn í febrúar þegar 3 af 4 mótum vetrarins voru búin, þeir innsigluðu síðan sigurin um síðustu helgi með því að vinna 3 af 4 leikjum á því móti og enduðu þeir með 2 töp, 1 jafntefli og 13 sigra eftir veturinn.
í 4flokki A lið. Þar tefldu eiungis SR og Björninn fram liðum og voru þau frekar jöfn í vetur og má nefna dæmi um að einn leikmaður úr hvoru liði hefur verið að spila með eldri flokkum eða 3 og 2 flokki en þeir eru Björn (í SR) og Brynjar Bergmann (úr Birninum) en síðan eru fleiri leikmenn sem hafa verið að spila með 3 flokki.
en síðasti leikurinn á þeirra tímabili fór fram á þriðjudaginn og var það hreinn úrslitaeikur og ekki var mikið um mörk í honum og SR skoraði mark þegar 2 mínútur lifðu leiks og hömpuðu því titlinum þetta árið.
í 2 flokki. eru SR og SA jöfn stiga en SR eiga leik til góða gegn Birninum og dugir þeim jafntefli ú honum til að vinna titilinn, sá leikur verður leikinn næstkomandi fimmtudag þann 17. Apríl.
ég hef ekki upplýsingar um úrslit úr yngri flokkum en 4 fl. A og verður það að duga.