Þessi grein mun fjalla um tímabilið hjá meistaraflokki karla.
Þetta tímabil hjá Meistarflokki karla byjaði með einni nýjung, það var Bikarmót áður en Íslandsmótið hófst. Þar komu saman öll liðin í deildinni og spiluðu. Þetta var hin mesta Skemmtun og fór svo að Bjarnarmenn fóru með sigur að hólmi á þessu móti, eftir bráðskemmtilegann úrslitaleik á móti SR.
Opnunarleikur Íslandsmótins var leikur Bjarnarins og Narfa. En narfi sem höfðu verið í eins eða tveggja tímabila pásu eru komnir aftur og ætluðu sér stóra hluti. En annað kom í ljós, Bjarnar menn unnu leikinn nokkuð öruglega. Björinn fór vel á stað þetta tímabil og héldu nokkrir að Björninn átti möguleika á að komast í úrslitinn. SR fór aðeins verr á stað en unnu upp forskot Bjarnarin. SA menn fóru best á stað allra liða að mínu mati og unnu alla leikina sína á þessu tímabili nem tvo.
Það voru margt neikvæt við tímabil bjarnarins t.d þeir klúðruðu alveg því að koamst í úrslitinn, spiluðu herfilega og fleira. En eitt af neikvæðuhlutunum stendur eftir, það er málið um hann Hrólf. Hann var tekinn fyrri stera og fékk þar af til 2. ára keppnis bann, æfingarbann og má ekki taka þótt í einhverju sem kemur ÍSÍ.
Einnig á þessu tímabili varð sögulegur atburður í sögu íslenskt hokkí, Ríkisútvarpið ákvað að senda út íshokkí leik í beinniútsendingu. Fyrsti leikurinn var viðureign Bjarnarins og Skautafélag Reykjavíkur. SR komust í 3-0 senmma í fyrsta leikhluta en Bjarnarmenn tóku sér tak og jöfnuðu og endaði leikurinn með sigri Bjarnamanna 6-4. Síðan var það annar sjónvarpsleikur, þau lið sem áttust við í þeim leik voru Björninn á móti Skautafélagi Akureyrar, þessi leikur fór fram á sunnudeginum 17.febrúar. Föstudagurinn áður eða 15. febrúar fór einnig fram leikur og fóru SA menn með sigur í þeim leik og má kalla það stór sigur. En þá aftur að sjónvarpsleikinum. Augljóslega var það fyrri leikurinn sat í Bjarnamönnum því að SA menn unnu leikinn með enn hærri mun heldur en fyrri leikurinn endaði. Og voru þá möguleikar bjarnarins um að komast í úrslitinn mjög litlir, en eins og fróðir menn vita þá hefur Björninn bara komist einu sinni í úrslitinn og töpuðu þar fyrri SA. En Björninn urðu að vinna alla leikina sem eftir voru af tímabilinu til þess að eiga einhverja möguleika. Kannski ætti að taka það fram að hvert lið, nema Narfi, átti að fá að spila í tveimur sjónvarpsleikjum.
Seinasti leikur tímabilsins fyrir Björninn var á móti SR og var sá leikur bráðskemmtilegur og endaði með sigri Bjarnarins 7-5 eða 7-6. Einnig lék Narfi sinn seinasta leik á móti SA fyrri norðan og unnu SA menn þann leik nokkuð örugglega, veit ekki stöðuna.
En þá er það kominn að úrslitunum. Fyrsti leikurinn fór fram fyrir norðan eftir að SA menn höfðu tryggt sér heimaleikja réttinn frekar snemma á tímabilinu. Þessi leikur var leikur markann en í fyrsta leikhluta voru skoruð alls 6 mörk á 12. mín. En til gamans má geta að SR-ingar telfdu fram Eimil Alengrad, hálfíslendingnum sem spilar í Svíþjóð. Þessi leikur endaði með sigri SR-inga 6-9. Því miður fann ég ekkert um hvar ég gæti fundið hverjir skoruðu eða voru með stoðsendingu í þessum leik.
En fyrir þennan leik höfðu víst verið eitthvað vesen á báðum liðunum. En í því veseni var talað um Emil Alengrad. SA menn héldu því fram að hann átti ekki að fá að spila vegna þess að hann var ekki með leikheimild. En hinsvegar sögðu SR að hann væri með það og ætti að fá að spila, kom síðan seinna í ljós að hann var ekki með það og því leikurinn dæmdur sigur SA-manna 10-0. Eimil fékk því ekki að spila meira í úrslitunum og SR skuldar 75 þúndund kall í sekt til íhí. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál, en þetta er bara það sem ég hef heyrt og ekkert annað.
Þá er það úrslitaleikur númer 2. En og aftur var leikið í Skautahöllinni á Akureyri og einnig voru sömu lið að spila SA vs SR. Þessi leikur endaði 4-0 og má eiginlega segja að SR verið vængbrotnir þar sem Emil var ekki að spila með þeim. Það sem ég tók eftir þegar ég var að skoða lýsingina á netinu var að næstum því öll mörkinn voru skoruð úr power-playi.
Varinn skot hjá markmönnunum:
SA:Ómar Smári Skúlason28 (6-11-11)
SR:Birgir Örn Sveinsson 34 (15-11-8)
Mörk/stoðsendingar:
SA: Andri Mikaelsson 1/1
Birkir Árnason 1/0
Sigmundur Rúnar Sveinsson 1/0
Steinar Grettisson 1/0
Jón B Gíslason 0/1
Jacub Koci 0/1
Sindri Már Björnsson 0/1.
Brottvísanir:
SA: 32 mín.
SR: 20 mín.
Þá er komið að þriðja úrslitaleiknum. Eins og stóð á íhí.is “Stór dagur í íshokkí”. Enda er það rétt, þar sem þetta var fyrsti úrslitaleikur sem Ríkissjónvarpið sýnir í beinni. Maður bjóst við skemmtilegri leik, en enga að síður fínn leikur. Reyndar var mikið af brottvísunum og var mikið af þessu bara óþarfa brot. Maður leiksins af mínu mati var Egill Þórmóðsson en hann setti 3 mörk í leiknum og var fyrsta markið hans og leiksins einstaklega flott. En hann lá á maganum og náði á einhvern hátt að koma honum inn. En já þessi leikur lyktaði með sigri SR-inga en þeir skoruðu sex mörk á móti einu norðanmanna.
Hægt er að sjá fyrsta markið á þessari slóð http://www.youtube.com/watch?v=x4ZD4cDEq0o .
Mörk/stoðsendingar SR:
Egill Þormóðsson 3/1
Daniel Kolar 1/0
Gauti Þormóðsson 1/2
Martin Soucek 0/2
Mörk/stoðsendingar SA:
Jakub Koci 1/0
Sigurður Sigurðsson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1.
Síðan daginn eftir var komið að fjóðra leiknum. Þessi leikur var að mínu mati miklu skemmmtilegri mera spil í honum frá báðum liðum og markmennirnir voru mjög góðir á köflum. SR setti fyrsta markið í leiknum en segja má að SA menn hafi tekið yfirhendina í leiknum eftir það og skoruðu níu mörk á móti 5 sunnlendinga. Tékkanir léku stór hlutverk í þessum leikjum og og skoraði Tomas Fiala 5 mörk og var Jakub Kuci
með sex stoðsendingar. En mörg mörk norðanmanna voru skoruð úr power-play eða eins og maður seigir á góðri íslensku ofur-spili.
Mörk/stoðsendingar SR:
Martin Soucek 2/0
Steinar Páll Veigarsson 1/1
Arnþór Bjarnason 1/0
Gauti Þormóðsson 1/0
Stefán Hranfkelsson 0/1
Gunnlaugur Karlsson 0/1
Brottvikningar SR: 55 mín.
Mörk/stoðsendingar SA:
Tomas Fiala 5/1
Andri Már Mikalesson 2/1
Orri Blöndal 1/0
Sigurður Árnason 1/0
Jakub Kuci 0/6
Jón B. Gíslason 0/3
Birkir Árnason 0/1
Steinar Grettisson 0/1
Brottvikningar SA: 14 mín.
Tímabilið er ekki alveg búið en í yfirlýsngu sem Víðir Garðason sendi frá sér þá kemur fram að 5.úrslitaleiknum hefur verið frestað til óákveðins tíma. En eins og stendur þá eru SA mann íslandsmeistarar.
Vona að þið ykkur hafi líkað við þetta, og ég vil þakka biffen fyrir að fara yfir þetta og laga allar hugsanlegar villur hjá mér.
I ran like hell faster than the wind