Jæja ég hef verið allt of lengi að nöldra um hvað þetta áhugamál er dautt og nú er það bara að rífa þetta upp sjálfur.
Ottawa
Hafa ekki verið jafn frábærir og í fyrra en eru núna komnir á svaka skrið. Þeir eru búnir að stútera nýja árinu og hafa aldrei verið betri. voru með 50 stig fyrir leikinn
New York
Ég verð að viðurkenna að ég veit valla neitt um þetta lið en þeir hafa Jaromir Jagr em er náttúrulega algjör meistari. Þeir hafa frábæran markmann og voru með 48 stig fyrir leikinn
Eftir Daufan fyrsta hluta náðu Ottawa að skora með marki frá Patrick Eaves. En það var ekki nóg til að koma liðunum á skrið og var það eina mark fyrsta hlutans.
Eftir tvær minútur af öðrum leikhluta voru ottawa búnir að bæta tveim mörkum við. Chris Kelly skoraði annað markið eftir stórkostlegan undirbúning frá Alfredsson og Heatly. Næsta mark skoraði Antoine Vermette og í þetta skiptið lögðu Redden og Eaves það upp. Á 13 min skoraði Patrick Eaves annað markið sitt með fyrirgjöf frá Redden.
4-0 fyrir Ottawa eftir annan leikhluta
Lokaleikhlutinn var alveg svaðalegur. Eftir eina min. skoraði svíinn Daniel Alfredsson eftir flotta sendingu frá Dany Heatly. Fljótt eftir þetta mark fóru NYR að taka eftir því að leikurinn var byrjaður og Jaromir Jagr lék snilldarlega á varnarmenn Ottawa og gaf á Petr Prucha sem átti auðvelt með að klára færið. Næstu minutur rigndi New york mörkum. Jason Ward, Marcel Hossa og Betts skoruðu á 5 minutna tímabili og var staðan orðin 5-4. Eftir að hafa spilað vörn í lok síðasta leikhluta náðu Ottawa skindisókn og skoraði Dany Heatly markið sem kláraði þennan leik.
Ottawa unnu semsagt 6-4
OTT:
EAVES, P. (10:31 in 1st)
KELLY, C. (01:10 in 2nd)
VERMETTE, A. (02:06 in 2nd)
EAVES, P. (12:30 in 2nd)
ALFREDSSON, D. (01:02 in 3rd)
HEATLEY, D. (19:26 in 3rd)
NYR:
PRUCHA, P. (03:29 in 3rd)
WARD, J. (04:14 in 3rd)
HOSSA, M. (06:10 in 3rd)
BETTS, B. (10:39 in 3rd)
Heimild var nhl.com