Hokkí
Eins og þið öll við þá er íshokkí mjög hröð íþrótt og mikið um slagsmál sérstaklega í eldri flokkum. Leikmenn meiðast ekki oft vegna þess hvað vel þeir eru varðir. Þeir sem æfa íshokkí verða að klæðast löglegum íshokkíbúningi, bæði á æfingum og í leikjum. Hann samanstendur af hjálmi með grind, hálshlíf, brynju, olnbogahlíf, hönskum, bólstruðum buxum, hnéhlífum, sokkum og skautum. Mikilvægt er að byrja á því að kaupa sér skauta sem eru nokkuð góðir
Hvaðan er íshokkí upprunið?
Það er talið að ísknattleikur hafi þróast úr ensku hokkí, og að breskir hermenn hafi breitt það út um Kanada um miðja 19.öld. En rannsóknir segja að ísknattleikurinn sé uppruninn frá Micman-indíánum. Leikurinn sem indíánarnir spiluðu hafi verið skyldur írska leiknum “hurling”.
Þegar það var fyrst spilað íshokkí voru allt að 30 manns í hvoru lið. Fyrsti opinberi íshokkíleikurinn, var spilaður í Victoria Skating Rink árið 1875. Þeir sem spiluðu þennann leik voru nemendur í MvGill-háskólanum. Strax var það grófur leikur og ofbeldi, eins og hann er spilaður í dag.
Fyrsta landssambandið, Amateur Hockey Association (AHA), var stofnað í Montreal árið 1885, leikmönnum fækkað í sjö í liði og fyrsta deildin stofnsett sama ár í Kingston. Árið 1893 gaf ríkisstjóri Kanada, Stanley lávarður, bikar sem kanadísk lið skyldu keppa um. Þetta var hinn frægi Stanley-bikar, Stanley Cup sem ennþá er keppt um í dag af kanadískum og bandarískum liðum, en fyrsta liðið til að vinna hann var Montreal Amateur Athletic Association, veturinn 1893-94.
Í byrjun 20.aldar þá var fari að framleiða hokkíkylfur, legghlífa og markmaðurinn fékk brjósthlíf. Skautahallir voru reistar, en samt bara yfir náttúrlegann ís. Árið 1903 var fyrsta atvinnuliðið í hokkí sett upp, þar var í Houghton, Michican. Tannlæknirinn J.L. stofnaði liðið Portage Lakers, sem voru næstun bara kanadískir menn. Árið 1904 var stofnað atvinnumannadeild, Internationar Pro Kockey League, af manni sem nefndist Gibson.
Árið 1910 var stofnuð deild sem bar nafnið National Hockey Association(NAH) og hún er forveri NHL. NHA var breytt yfir í NHL árið 1917. Að því stóðu fimm kanadísk lið en fyrsta bandaríska liðinu var boðin þátttaka árið 1924. Árið 1925 bættust við tvö bandarísk lið í viðbót og önnur þrjú árið 1926. NHL var orðin sterkasta deildin í Norður-Ameríku og svo fékk deildin yfirráð yfir Stanley-bikarnum árið 1926.
Árið 1941 kom íshokkí fyrst til Íslands en náði ekki miklum vinsældum. Í dag eru það fjögur lið í meistaraflokki karla sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Þau eru Skautafélag Akureyrar(SA), skautafélag Reykjavíkur(SR), skautafégið Björninn og skautafélagið Nafri.
Það sem mér finnst um íshokkí!
Mér finnst íshokkí mjög skemmtileg íþrótt og hún er líka mjög góð til þess að fá útrás, t.d. gott að fara að skauta og kæla sig aðeins niður ef e-ð er að pirra mann. Maður fær þennann ferska blæ yfir sig þegar maður er að skauta á miklum hraða og fær þannig næði til að hugsa.
Það má segja að ég sé alin upp við íshokkí þar sem systir mín æfir hokkí og hefur æft það í rúm 8 ár, það sama gildir um bróður minn. Mágur minn æfir með meistaraflokkinum hjá SA og systir mín er í kvennaliðinu hjá SA. Bróðir minn æfir með Birninum og besti vinur minn æfði með SR. Ég sjálf æfði um tíma með Birninum en þurfti að hætta vegna meiðsla.
Sumri segja að íshokkí sé of “brutal” þar sem að mikið er um slagsmál og eins og á góðri íslensku “tjékki”. Þegar menn eru “tjékkaðir” of fast þá gæti sennilega einhver meiðst en ég held að það sé mjög ólíklegt, þar sem að leikmennirnir eru vel varðir.
Ég hvet alla til að kaupa sér eða leigja sér hokkí skauta og drífa sig út á svellið. Svo þeir sem vilja kynna sér þessa íþrótt er um að gera að mæta á leikina, bæði hjá körlum og konum.
Upplýsingar eru að finna á www.skautafelag.is, www.bjorninn.com, www.sasport.is og www.narfi.is
——-
heimildir: www.skautafelag.is og visindavefur.hi.is