sæll og blessaður
Já, ég þakka sömuleiðis fyrir frábært svar.
Ég sé það núna að við erum ekkert á eins ólíkum bylgjulengdum, eins og ég hélt í upphafi.
Við erum sammála um að þetta viðgengst í íþróttinni…
Hvort sem það er í formi almenns ruddaskaps eða grófrar líkamsárásar.
já og það sem ég er kannski aðalega að benda á, að þetta ætti ekki að viðgangast. Og mig þykir það stór undarlegt að það sé nánast ekkert gert í þessu, og að það skýla sér allir á bak við það að þetta sé bara íþrótt og á að vera svona íþrótt með svona ruddaskap.
En mér sýnist sammt sem áður að þú sért samt á móti þessum rudda skap líka, og var ég því kannski aðeins að mistúlka svör þín áðann…
Þannig ég bið forláts ef svo var.
Þú spyrð hvort hvort þú þurfir að vita allt:
Svarið er nei, en á meðan einhver veit ekki mikið um einhvað þá ætti hann að fullyrða sem minnst og kynna sér sögu umtalaðs hlutar áður en hann fer að rífast á fullu um eitthvað fáránlegt.
Já, ég er hjartanlega sammála þér hér, að best sé að kynna sér efni vel, ef menn ætla að fara að rökræða um einhvert málefni.Og gott er að skoða fleiri en eina hlið á málum.
Þetta var kannski svolítið klúðrslega orðað hjá mér, þarna áðann.
En mig fynnst samt sem áður ofbeldi og líkamsárásir eiga sjaldan eða aldrey stoð undir sér. Hvort sem menn skýla sér á bakvið íþrótti, áhugamál eða eithvað annað. Og ég hef tekið eftir því að menn eru eithvað súrir yfir því að greinarhöfundurinn hafi fundist þetta of vægar refsingar fyrir alfarleg brot. Og oft skýla menn sig á bak við það að þetta sé íþrótt sem svona viðgengst í.
Mig persónulega fynnst það vera léleg rök fyrir máli þeirra, því líkamsárás er jú alltaf líkamsárás hvort sem menn eru í skólanumm , íþróttum eða í vinnu.
þá koma líklega upp þær spurningar hvort að það sé ekki bara stundaðar líkamsárásir í mörgum öðrum íþróttum, eins og bardaga íþróttum.
Jú, sjálfsagt enda er mitt álit á þeim ekkert ískiggilega gott. Af hverju?
Jú því að íþróttir eru oftar en ekki auglýstar upp og kenndar í skólum sem uppbyggjandi og þroskandi vettvangur fyrir unga einstaklinga jafnt sem aldna.
En þegar markmið íþróttarinnar er farið að vera á þeirri braut að skaða aðra líkamlega eða andlega. Þá fynnst mér það afar slæmt og alls ekki eins uppbygjandi eða þroskandi eins og skólar og aðrir hafa verið að boða.
Þú segist ekki hafa áhuga á að kynna þér þetta nánar því þú teljir þetta ekki vera eins heilsusamlega íþrótt og þú taldir áður
Þar er ég fyllilega sammála þér … þetta er bara eitthvað sem við getum lítið gert í á meðan aganefndir og dómarar “leyfa” þetta.
´
Já, ég afsaka hér mistúlkun mína á svörum þínum.
Ég hélt í upphafi að þú værir einn af þeim sem skýlir sér á bak við að þetta sé íþrótt sem á bara að vera svona. Og værir því hlintur þessum hrottaskapp.
Bara mistúlkun hjá mér afsakaðu.
En eins og ég segi þá fynnst mér þessi aganefnd og dómara alveg meiga fara endurskoða bókhaldið hjá sér. Ef að slagsmál og annar hrotta skappur viðgengs í þessum brannsa.
Og ef að þeir eru sjá sér ekki fært um að endurskoða þetta hjá sér. Þá þætti mér persónulega lítill vetvangur fyrir þessu hér á landi. því svona fynnst mér draga íþrótti verulega niður á annað plan.
og ég get alveg verið sammála því þegar þú setur þetta svona fram. En ég hef aldrei staðið í þeirri trú að hóp- sem og sumar einstaklingsíþróttir væru hollar og uppbyggjandi.
Ég veit að þú hefur ekki verið að segja það, ég bara hélt fyrst að þú værir samt einn af þeim sem væru samt með það sjónarmið.
En já, ég hef alls ekki á móti íþróttum. Bara mig fynnst það frekar súrt þegar það er verið að klína slæmum boðskap og markmiðum í íþrótti og vera samt undir vörumerkinu “Uppbyggjandi og Hollt”.
En ég afsaka enn og aftur fyrir mistúlkun hjá mér. og eftir að ég hef verið að skoða þetta hjá þér þá eru okkar sjónarmið ekkert svo ólík.Ég þakka því fyrir skemmtilega og fróðlegar rökræður
lucifersam.