Tekið af mbl.is
Fyrsta kvennalandsliðið í íshokkí valið
Sveinn Björnsson, fyrrverandi leikmaður SA, er þjálfari liðsins og sagði hann undirbúninginn ganga vel. “Hópurinn hittist um síðustu helgi og þær æfingar gengu mjög vel. Um miðjan mars spilum við svo æfingaleiki við þrjú old boys-lið í Reykjavík, sem nýtist vonandi vel,” sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið.
Ekki er vitað um möguleika íslenska liðsins á mótinu, sem verður 1. til 4. apríl. Sveinn sagði að liðin fjögur væru svipuð að styrkleika. “Munurinn gæti kannski legið helst í leikreynslu leikmanna. Íshokkí kvenna hefur aðeins verið í fimm ár hér á landi, en lengur í hinum löndunum. Það er engu að síður hugur í stelpunum og markmiðið er að sjálfsögðu að sigra,” sagði Sveinn.
Leikmenn úr tveimur liðum
Leikmenn landsliðsins koma úr tveimur liðum - úr liði Bjarnarins í Reykjavík Gyða Björg Sigurðardóttir, Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir, Kristín Sunna Sigurðardóttir, Lilja María Sigfúsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Karitas Sif Halldórsdóttir og Hanna Rut Heimisdóttir. Frá Skautafélagi Akureyrar Maria Fernanda Rayes, Patricia Huld Ryan, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, Anna Sonja Ágústsdóttir, Vigdís Aradóttir, Birna Baldursdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Sólveig Smáradóttir, Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Björg Ólafsdóttir og Snædís Bjarnadóttir.
Einnig er hægt að nálgast myndir af leikmönnum á : http://www.bjorninn.com/Forsida/Ishokki/Meira/view.aspx?.&NewsID=538
og
http://www.sasport.is/?mod=myndir&mod2=view&view=myndir&album=27