
sem er að fara út til Nýja Sjálands.
Jæja þá er loksins búið að koma saman dagskránni fyrir riðilinn og er hann hér sem segir:
Date Location
01.04.2005 Föstudagur 13:30 New Zealand - Romania
01.04.2005 Föstudagur 16:30 Korea - <B>Iceland</B>
02.04.2005 Laugardagur 13:00 Romania - <B>Iceland</B>
02.04.2005 Laugardagur 16:00 Korea - New Zealand
04.04.2005 Mánudagur 13:00 Romania - Korea
04.04.2005 Mánudagur 16:00 <B>Iceland</B> - New Zealand
Liðin eru semsagt 4, Nýja Sjálland, Rúmenía, Kórea og Ísland
Eins og þið sjáið þá spilar kvennalandsliðið 1 leik við hvert lið, þ.e. 3 leiki allt í allt.
Mættu alveg vera fleiri leikir en þetta dugar til að byrja með.
Eins og stendur á heimasíðu ÍSÍ þá er þetta í fyrsta sinn sem að stelpurnar eru skráðar til leiks sem
landslið, en þeir gleyma að minnast á að lið á vegum Íslands spilaði einmitt leiki við nokkur lið í
Þýskalandi í febrúar og mars 2002.
Liðið samanstóð af 22 leikmönnum, 14 stelpum frá Skautafélagi Akureyrar og 6 stelpur frá Birninum.
Það voru teknir 4 leikir, 2 við þýska landsliðið (sem var meðal annars með leikmenn sem spiluðu á
ólympíuleikunum) og svo sitthvor leikurinn við lítil félög, man reyndar ekki nöfnin á þeim nema annars
liðins, þær voru kallaðar Nornirnar.
Gekk liðinu alveg ágætlega miðað við að hafa verið að fara í fyrsta skipti út að spila, töpuðu 3 leikjum
af 4.
Má reyndar segja að aðaltakmarkið var að tapa ekki jafn stórt og karlalandsliðið gerði í fyrsta skipti.
Nú bíður maður bara spennt/ur eftir því að sjá hver kemst með:)
Ég segi bara “good luck” stelpur, þið sem ætlið í Try Offið.