Undanfarið hefur verið mjög lítið skrifað hérna þannig að ég ákvað að taka smá saman um kvennalandsliðið
sem er að fara út til Nýja Sjálands.
Jæja þá er loksins búið að koma saman dagskránni fyrir riðilinn og er hann hér sem segir:
Date Location
01.04.2005 Föstudagur 13:30 New Zealand - Romania
01.04.2005 Föstudagur 16:30 Korea - <B>Iceland</B>
02.04.2005 Laugardagur 13:00 Romania - <B>Iceland</B>
02.04.2005 Laugardagur 16:00 Korea - New Zealand
04.04.2005 Mánudagur 13:00 Romania - Korea
04.04.2005 Mánudagur 16:00 <B>Iceland</B> - New Zealand
Liðin eru semsagt 4, Nýja Sjálland, Rúmenía, Kórea og Ísland
Eins og þið sjáið þá spilar kvennalandsliðið 1 leik við hvert lið, þ.e. 3 leiki allt í allt.
Mættu alveg vera fleiri leikir en þetta dugar til að byrja með.
Eins og stendur á heimasíðu ÍSÍ þá er þetta í fyrsta sinn sem að stelpurnar eru skráðar til leiks sem
landslið, en þeir gleyma að minnast á að lið á vegum Íslands spilaði einmitt leiki við nokkur lið í
Þýskalandi í febrúar og mars 2002.
Liðið samanstóð af 22 leikmönnum, 14 stelpum frá Skautafélagi Akureyrar og 6 stelpur frá Birninum.
Það voru teknir 4 leikir, 2 við þýska landsliðið (sem var meðal annars með leikmenn sem spiluðu á
ólympíuleikunum) og svo sitthvor leikurinn við lítil félög, man reyndar ekki nöfnin á þeim nema annars
liðins, þær voru kallaðar Nornirnar.
Gekk liðinu alveg ágætlega miðað við að hafa verið að fara í fyrsta skipti út að spila, töpuðu 3 leikjum
af 4.
Má reyndar segja að aðaltakmarkið var að tapa ekki jafn stórt og karlalandsliðið gerði í fyrsta skipti.
Nú bíður maður bara spennt/ur eftir því að sjá hver kemst með:)
Ég segi bara “good luck” stelpur, þið sem ætlið í Try Offið.