Streethokkí 2004 Eins og flestir vita er sumarið komið þetta ár og vil ég hér með lýsa ánægjunni minni á því með því að skrifa þessa grein og þið vitið hvað gerist á sumrin hjá okkur hokkígúrum… jú STREETHOKKÍ og mikið af því.

Ég var að “spekulera” um að búa til dálk hérna með öllum bæjarfélögum og borgum sem að streethokkí er stundað í og upplýsingar með, tek bara Eyjar sem dæmi:

Vestmannaeyjar
————–

Í Vestmannaeyjum er stundað streethokkí í íþróttamiðstöðinni og er þar spilað alla daga nema sunnudaga. Ef þú ert í eyjum og vilt kíkja í skemmtilegt streethokkí að endilega hafðu þá samband við Sigurð í síma 481-1389 eða tölvupóst mutant@vikingar.net . Það er spilað með markmenn, snertingar leyfðar (ekki misskilja :) og notað pökk. Lágmarkshlífar sem þarf er hjálmur, legghlífar og hanskar. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Svo væri líka frábært ef að einhverjir frá sínum bæjarfélögum myndu koma einhverjum upplýsingum til mín og hugmyndin á bakvið þetta er að vita hvar streethokkí er spilað á landinu. Hljóta að vera fleiri staðir en Rvk, Ak og Eyjar… ?

Svo ætla ég að berjast fyrir því að það verða haldin einhver mót í sumar því að okkur Jökunum langar að keppa á móti þessum blessuðu íslandsmeisturum og gá hvort þeir sigri Streetbæ Íslands ;)

En endilega segið ykkar skoðanir og komið með hugmyndir og gerum þetta sumar að góðu streethokkí sumri en ekki eins og seinasta!

Kv, Siggi Jaki.
x ice.MutaNt