Ég hef verið að lesa hér ýmis leiðindaskrif um dómara og langar til að fjalla örlítið um þau mál.
Það er ýmislegt athugavert við dómaramál í íshokký á Íslandi, helstu ásakanir á dómara eru að þeir séu lélegir, óheiðarlegir og hræddir við að dæma. Sumir vilja leysa þessi mál með að fá erlenda dómara til dæma og þá sérstaklega úrslitaleikina.
Ég tel að okkar stærstu vandamál séu að dómararnir hafa litla reynslu. Þó svo að þetta séu menn sem hafa spilað íshokký lengi þá er allt annað að dæma leik og spila hann. Þó svo að menn hafi dæmt í 2-3 ár þá eru þetta örfáir leikir miðað við það sem dómarar eru að dæma erlendis. Það að fá erlenda dómara gerir það að verkum að þeir íslensku verða bara lengur að ná sér í reynslu.
Kynni mín af dómurum hér á landi eru á þá leið að ég tel að þeir séu mjög heiðarlegir. Þeir gera mistök, hjá þvi verður ekki komist en með meiri reynslu ætti mistökunum að fækka. Vissulega væri best ef að við þyrftum ekki að notast við menn sem eru, eða eru nýhættir að spila í deildinni en hvar ættum við þá að fá menn sem hafa eithvað vit á íþróttinni.
Til að auðvelda dómurum starfið tel ég að ætti að gera eftirfarandi:
1. leikmenn og þjálfarar taki á brotum í sínum liðum
2. dómarar fái upptökur af leikjum til að skoða mistök sín
3. línudómarar séu þjálfaðir
4. yngri flokkar leiki með góðum dómurum, til að læra aga
kv. Jón H