Jæja titil greinarinnar segir allt um það sem ég er að fara skrifa um. Ég og fleiri erum komnir með nó af heimadómörum. Þetta er orðið of augljóst aðalega hjá Birninum.
Í kvöld 1.febrúar fékk ég alveg nó af þessu þegar dómari sér að bjarnarmaður er að gera einhvað sem er ólöglegt og þeir dæma ekkert. Mér langar að koma með nokkur dæmi úr leiknum sem er algjört bull.
1. Sr-ingur stendur fyrir framan sitt eiðið mark og er að passa leikmann bjarnarinns, Bjarnarleikmaðurinn verður pirraður gefur Sr-ingnum olbogaskot dómarinn sér brotið alveg greinileg og dæmir ekkert.
2. Sr-ingur ýtir bjarnarmanni frá markmanni SR og er kýldur til baka og fær 2. min brotvísun…. Biddu ekki er það nú rétt.
3. Eftir 30 min leik er farið yfir ísinn í 3.flokks leikjum. Snorri labbar niður til dómaranna og rekur alla aðra í burtu og byrjar að kvísla þeim einhvað sem þeir eiga að dæma á SR.
4. Leið og Snorri, Símon og fleiri öskra úr stúkuni þá er alltaf dæmt þetta er eins og viltu vinna miljón þátturinn dómarinn spyr bara stúkuna um álit og tekur ákvörðun eftir því.
5. SR fær 2 min brotvísun fyrir að vera of margir inn á ísnum eftir að boxið hleypir leikmanni SR út úr boxinu. Þetta eru einfaldlega mistök hjá boxinu ekki SR. Bjarnarmaðurinn gerir það sama og ekkert er dæmt á þá… Mér finnst það nú ekkert voða samgjarnt.
6. Leið og Peter þjálfari SR rétt ræðir við dómarann þá verður allt vitlaust upp í stúku þegar þeir sem verða brjálaðir fara niður til dómara í hléi og segja þeim hvað þeir eiga að dæma á SR. Mér finnst þetta vera algört bull.
Þetta eru nokkur dæmi úr leinum sem maður tók eftir og þetta er ekki fyrsti leikurinn sem þetta gerist… nei þetta gerist eiginlega í hvert einasta skipti sem Björninn skaffar dómara í leik SR og Bjarnarinns. Mér finnst að það ættu að koma erlendir dómarar og dæma alla leiki frá 4.flokk og upp efir það þá skal ég halda kjafti um heimadómara en þangað til þá mun ég alltaf segja mitt álit á málinu ef það þarf. Ef Það mundi koma erlendur dómari þá á hann ekki að vera að spila með einhverju liði hérna á íslandi. Þetta á bara að vera einhver sem býr á íslandi fylgist ekkert með íslensku hockey og hefur góða reynslu á því að vera dómari eða bara einhvern sem getur verið hlutlaus í svona leikjum.
Mesti skandallin við þetta er nú að þetta var leikur í íslandsmótinu hjá 3.flokk og dómararnir 2 voru báðir leikmenn Bjarnarinns.
Hvert er þitt álit á þessu máli ? … Mér langar að sjá svör hockeyáhugamanna um þetta mál. Þakka fyrir mig og vona mjög mikið að þessi grein verði samþykkt.
Kveðja Sindri