Þessi grein er tekin af www.icehockey.is vona að Siggi leyfi það!
Hinn árlegi NHL – “All-Star” leikur verður háður 8. febrúar næst komandi. Að þessu sinni mun leikurinn fara fram í Minnesota og verður þetta í 54. skipti sem þessi uppákoma er haldin. Að vera valinn í “All-Star” hópinn er almennt talinn mikill heiður fyrir leikmenn NHL og að venju dregur leikurinn að sér mikla athygli fjölmiðla og almennings.
Keppnin er á milli vesturs og austurs en þrátt fyrir að endanlegur leikmannahópur verður ekki kynntur fyrr enn 22. janúar er nokkrir leikmenn nú þegar öryggir inn. Þar má nefna fyrir vesturströndina Mike Modano og Bill Guerin frá Dallas, Nicklas Lidstrom frá Detroit og Rob Blake frá Colorado.
Fyrir austurströndina voru með þeim fyrstu inn, 3 leikmenn Stanley-cup meistara New Jersey Devils. Varnarmennirnir Scott Stevens og Scott Niedermayer auk markmannsins Martin Brodeur verða í byrjunarliðinu.
Í fyrra var Dany Heatly, leikmaður Atlanta Trashers, valinn besti leikmaður “All-Star” leiksins eftir að hafa skorað 4 mörk. Hann verður ekki með að þessu sinni, enda hefur hann ekkert spilað í allan vetur eftir að hafa slasast illa í bílslysi síðasta sumar. Í því slysi lét félagi hans hjá Atlanta lífið, Dan Snyder.
Hvað segir fólkið um þennan leik, hver er spá ykkar? Væri ekki sniðugt að tala við einhvern sportbar og fá að horfa á þenna leik t.d allir að fjölmenna á players eða einhvað er þetta góð hugmynd?!?!?!?!