Smá um snillingin Jaromir Jagr…
Nafn: Jaromir Jagr
Hæð: 1,89 m
Þyngd: 114 kg
Skothönd: Vinstri
Staða: Hægri vængur
Aldur: 27
Númer: #68
Lið: Washington Capitals
Fæðingardagur: 15 febrúar 1972
Fæðingarstaður: Tjékkóslóvakía
Hann er einn af allra hættulegustu framherjum í NHL. Jaromir hefur unnið titla á fullu alveg síðan hann komst inn í Pittsburgh Penguins. Eftir að hafa unnið Stanley bikarinn með Penguins 1991 og 1992, vann hann fyrsta Art Ross-bikarinn í 1994-95, þegar hann skoraði 70 stig í 48 leikjum. Jaromir vann fjóra titla fyrir skor frá 1997-1998. Hann vann Lester B. Person verðlaunin og Hart bikarinn í 1997-1998, og 1999 og 2000 vann hann aftur Person verðlaunin. Besta leiktíð hans með Pittsburgh var án efa 1995-1996 þegar hann fékk 149 stig(62 mörk og 87 stoðsendingar) í 89 leikjum. Hann vann líka gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1998 með Tjékkóslóvakíu. Í júlí 2001, skiptu Penguins honum til Washington Capitals. Jagr skoraði 31 mörk og átti 48 stoðsendingar í 69 leikjum í fyrstu leiktíð sinni með Washington.
Vonandi kemur meira um hann seinna og fleiri kalla;)!