Ég ætla að byrja á því að skrifa smá um síðast leik, það er S.R. vs Björninn.
þetta var hörku leikur, ég hafði allavegna gaman á að horfa á hann.
Mínir menn vor gjörsamlega að taka mig á taugum!!!! ég hélt að ég mundi enda á geðdeil, en þeir tóku þetta á endanum sem betur fer (mín vegna).
Svo verðu þetta sennilega endur tekið á morgun Fimmtudaginn 27/11/2003
Ætli maður verði ekki bara að fá sér róandi fyrir þann leik!!
þetta eru venjuleg hörkuleikir á milli þessara liða, ekki bara á milli þeirra, mér finst bar flestir leikirnir vera hörkuleikir.
Jæja þá er að byrja á að skrifa um áhugamálið Hokkí!!!
þetta var nú svolítið fjörlegri umræður í fyrra fanst mér.
Þetta er hálf dautt núna.
nema þetta venjulag að tuða undan dómurum sem eru að gera sitt besta.
þetta er öruglega ekki auðveldasta íþróttin til þess að dæma.
Það er lítið mál að sitja uppi í stúku og dæma (þó að það sé kanski ekki alltaf rétt hjá manni).
við eigum bara að bera virðingu fyrir þeim sem að taka það að sér að dæma þessa leiki.
Hvernig væri líka að hætta þessu skítkasti og reyna að helda þessu smá málefnalegu!!!!! (ekki í fyrsta skipti sem að það er minst á það)
svo smá ábending til stjónenda á þessari ágætu síðu.
það koma svolítið sent inn þær tilkyningar sem að maður er að senda inn ef þær þá byrtast.
svo þegar þið hafnið greinum eða tilkyningum um atburð, látið mann þá vita afhverju þið hafnið þeim. svo að maður geti þá lagað það eða skilur ástæðuna fyrir því, ekki bara “grein/tilkyning þinni var hafnað”
Þakka ykkur samt fyrir ykkar störf.
Kveðja Rammstein Prímadonna
Gott weiss ich will kein Engel sein