3. leikur Íslandsmótsins í íshokkí fer fram um helgina í Höfuðstað hokkísins og hefst leikurinn kl. 17:00. SA hefur spilað tvö leiki sem af er tímabili og borið sigur úr býtum í bæði skiptin, en báðar viðureignirnar voru gegn SR.

Bjarnarmenn urðu fyrir töfum vegna byggingar Egilshallar og fóru síðastir á ís af liðunum þremur. Þeir eru því síðastir til að hefja keppni en leikurinn um helgina verður þeirra fyrsti leikur á þessu Íslandsmóti. Lið þeirra hefur tekið einhverjum breytingum frá því í fyrra en þær helstu eru auðvitað norðanmennirnir Birgir og Stefán auk þess sem þeirra helsti markahrókur Jónas Breki er farinn til Danmerkur að spila.

Bjarnarliðið er svo hvað auðugast af ungum og efnilegum köppum líkt eins og t.d. Biggi Hansen, Viktor, Trausti og fleiri. Auk þeirra eru svo Hrólfur, Binni, Gummi, Daði og Ísak skæðir og því óhætt að segja að Björninn tefli fram frambærilegu liði í ár.

Norðanmönnum hefur á stundum gengið heldur brösulega að leggja þessi baráttuglöðu Bjarndýr og hafa þeir til að mynda unnið okkur mun oftar en SR á síðustu árum. Á síðasta tímabili unnu bjorninn SA í tvígang og m.a. á heimavelli(Eg held að það se ekki að fara endurtaka sig)

En vegna þess hve ungu liði þeir hafa fram að færa hefur þeim ekki gengið sem skyldi að halda stöðugleika út heilt tímabil – en nú hafa bæst við menn og ungliðarnir orðnir árinu eldri og því liðið til alls víst á laugardaginn.
_________________________________________