Nashville Predators - 3
Bill Guerin hefur núna gert þrennu í síðastliðnum tveimur leikjum Dallas og hjálpaði það mikið til núna í 12. leik á móti Nashville Predators. Brenden Morrow, Mike Modano, Niko Kapanen og Jason Arnott skoruðu líka fyrir Dallas. Þessi tvö lið voru bæði búin að keppa fyrir 24 tímum áður en þessi leikur byrjaði og var það á móti hvort öðru, á heimavelli Dallas og endaði sá leikur 1-1. Þannig að þessi úrslit komu mjög á óvart miðað við hinn leikinn.
Voru það Bill Guerin og Mike Modano sem byrjuðu leikinn fyrir Dallas með gullfallegum mörkum og komu Dallas þannig í 2-0 snemma í 1. leikhluta.
Heil 4 mörk voru skoruð í 2. leikhluta og áttu DAL 2 og NSH 2. Brenden Morrow og Bill Guerin skoruðu fyrir Dallas en Kimmo Timonen og nýliðinn Marek Zidlicky komu Nashville á markatöfluna til að gera stöðuna 4-2 og ennþá einn leikhluti eftir.
Dallas skoruðu 3 mörk í röð í 3. og seinasta leikhlutanum. Niko Kapanen byrjaði þegar 4 mínútur voru liðnar af leikhlutanum og fylgdu Bill Guerin og Jason Arnott fast á eftir til að gera stöðuna 7-2. Nashville náðu ekki nema bara einu marki í viðbót og var það ekki nóg til að jafna og hvað þá sigra þetta máttuga lið sem kallast Dallas Stars :D
Richard Matvichuk fór snemma úr leiknum með fótameiðsli og kom ekki aftur, vonum að þetta sé ekki alvarlegt!
Fengu Nashville heilar 31 mínútur í refsiboxinu en Dallas bara 29 þannig að það sýnir bara hvað menn voru pirraðir, þó það sé ekki mikill munur þarna á milli :D
En það fóru fram 4 leikir ásamt þessum í nótt (sun 2 nóv.) og enduðu þeir svona:
Colorado rétt vann NY Rangers í framlengingu, 3-2.
Toronto líka en þeir rétt unnu Carolina, 2-1.
San Jose og Atlanta gerðu 2-2 jafntefli &
Chicago vann Anaheim 3-1.
Heimildir: www.DallasStars.com & www.NHL.com .
Áfram Dallas!
x ice.MutaNt