Núna er loksins komið að því að æfingarnar fara að byrja eða á þriðjudaginn í næstu viku. Þær reyndar áttu að byrja á þriðjudaginn 16.sept(ammælið mitt :D:D) en svellið var ekki tilbúið þannig þeim var seinkað um viku!

Svo um daginn fengum við stelpurnar smá skoðun um svæðið og þetta verur freekar flott.
Svellið er í ólympíustærð og með finnska batta sem eru svipað þykkir og á Akureyri þannig að þeir gefa smá eftir ef maður er tjékkaður upp við hann..!
Þarna eru 6 búningsklefar og meistaraflokks klefinn er sér og hann er einhverjir 140m2 ef ég man rétt!

Jám..klefinn er semsagt hjúts.:! þegar maður gengur inn í hann er svona herbergi þar sem þeir geta setið og horft út á svellið og þetta eru bara bestu sætin í húsinu liggur við!! svo er risa stór klefi, eldhús?? og þvottahús!

Svo verður sjoppa þarna líka með útsýni yfir svellið og nýr zamboni :)

Þetta verður ábyggilega geðveikur vetur þótt hann byrji soldið seint!
#16