New Jersey, Devils Stanley Cup meistarar 2003! Úrslitin um Stanley Cup bikarinn, leikur 7, allt á línunni:

NJ Devils - 3
Anaheim Mighty Ducks - 0

NJ Devils sönnuðu það í gærkvöldi að þeir eru eitt langbesta liðið í deildinni, bæði sóknar og varnarlega, og því er titilinn Stanley cup meistarar vel fallinn þeim í skaut.

Þeir tryggðu sér bikarinn eftir að hafa sigrað Endurnar í leik 7 í einni rosalegustu úrslitarimmu sem sögur fara af. Bæði lið höfðu verið mjög áberandi öflug á heimavelli í úrslitunum, og í gær var engin breyting á því, full höll af Djöfladýrkendum, lið sem hefur aðeins tapað einum leik af þrettán í úrslitunum, lið með reynslu, og Stanley bikarinn á línunni.

Devils voru knúnir áfram af stjörnuleik markvarðarins Martin Brodeur, sem lokaði hreinlega á Endurnar og náði sér þá í sitt 7undu shut-out í úrslitunum, með nokkri hjálp frá vörn Devils sem stóð sig í stykkinu og beilaði ekki. Brodeur varð þriðji markmaðurinn í sögu NHL að ná í shut-out í leik 7.
Einnig var nýliðinn Mike Rupp eldheitur í leiknum, ekki bara skoraði hann fyrsta mark Devils, heldur aðstoðaði hin tvö, sem bæði voru skoruð af Jeff Friesen.

Markmaður Anaheim Andanna, Jean-Sebastien Giguere var útnefndur handhafi Conn Smythe bikarins eftir leikinn, en bikarinn er veittur fyrir að vera mikilvægastur liði sínu í úrslitunum, en það var fyrir hans tilstilli að Endurnar náðu að sigrast á liðunum Detroit Red Wings, Dallas Stars og Minnesota Wild.

Það hefur verið sárt fyrir Endurnar að falla, en það má með sannindi segja að þeir hafi barist hetjulega og fallið sem jafningjar. En mitt álit er það að ef að leikurinn hefði verið spilaður á heimaís Andanna, hefði leikurinn farið á allt annan veg.
“Þeir spiluðu hetjulega”, sagði Scott Stevens, fyrirliði Devils.

Mörk leiksins:

Mike Rupp: Mark á þriðju mínútu annars leikhluta.
Jeff Friesen: 2 mörk, fyrrum Öndin lék gamla lið sitt grátt með að skora 2 mörk, annað á þrettándu mínútu annars leikhluta, og annað á sautjándu mínútu þriðja.

Þrjár stjörnur leiksins (Fic):
3 - Jeff Friesen, Devils, tvö mörk.
2 - Martin Brodeur, eitt shut-out, 24 skot varin.
1 - Mike Rupp, hans fyrsti úrslitaleikur, eitt mark og tvær stoðsendingar.

Það má með sannindum segja að Devils séu vel að sigrinum komnir, en bikarinn er liðsins þriðji á níu árum.
…hann var dvergur í röngum félagsskap