Team Hella - 1
Þá er inline/streethokkíið byrjað á fullu hjá öllum en ekki hjá okkur í Jökunum, erum búnir að vera inline síðan í Nóvember en þá fengum við innanhússvæði. Og það er engin spurning að það borgaði sig.
Þessi leikur var ekki eins og flestir streethokkíleikir. Spilað var 2x9 og mátti bara skora á vissum stað eða bara fyrir utan markið í svona 1-2 metra fjarlægð sem gerði það mjög erfitt að skora.
Leikurinn byrjaði rólega og voru menn aðeins að finna fyrir pökknum og svo framvegis og byrjuðu Jakarnir samt strax að sækja og mátti segja að við vorum mest allan leikinn í sókn og kom það á óvart hvað samspilið hjá drengjunum var gott.
Og það var enginn annar en Óskar Elíasson sem kom Jökunum yfir í 1. leikhluta með hörðu snapskoti frá bláu línunni. Leikurinn var langt frá því að verða búinn og sýndu menn nokkur góð tilþrif og kom svo Anton Bjarnarsson og skoraði seinna markið fyrir Jakanna með flottu sólói og þessi strákur er óstöðvandi ef hann tekur sig til.
Staðan orðin 2-0 fyrir Jökunum og markið frá Hellu enginn smá grísaleikur. Vorum við Jakarnir í sókn og misstum pökkinn til hliðar og kemur ekki leikmaður Hellu og skýtur honum fram og endar hann í markinu! :D En samt sem áður flott hjá þeim og lokastaðan 2-1, Jökunum í vil.
Var þetta byrjun á sumrinu og ef komandi leikir/mót verða svona skemmtileg að þá leggst þetta sumar mjög vel í mig. Fengum við slatta af áhorfendum og ég gat ekki annað séð en að fólkinu var mjög skemmt þennan dag því mikið var um tilþrif og “líkamstimpingar” eins og sumir vilja kalla það á Íslensku.
Svo bíður maður bara spenntur eftir næsta móti sem verður í Júní og komum við með reynslu í þau mót.
Áfram Jakarnir!
x ice.MutaNt