Pökkur Vs. Bolti
Það er alltaf verið að tala um hvort sé betra að vera með bolta eða pökk. Persónulega finnst mér skemmtilegra að vera með bolta vegna þess að það æfir “stick handlingið” meira….en á móti kemur að þú þarft að taka nokkrar æfingar í byrjun næstar vetrar í að venjast pekkinum aftur. Það er auðveldara að “sóla” gaura með bolta en það er ómögulegt að gefa góðar sendingar. Auðvitað er alveg hægt að senda með bolta en þú þarft að vera virkilega góður til að geta sendt alltaf í spaðann hjá næsta manni eða þá að senda svokallaðar “air pass” sem lenda alltaf hjá næsta manni. Það er líka mun erfiðara að skjóta með boltanum og þá sérstaklega “slap skot”. Með pekkinum þarf að spila pekkinum meira og nota alla sem eru með þér í liði,ekki skauta bara með pökkinn en svoleiðis á að spila líka venjulegt hokkí þó ða það sé ekki gert á íslandi. Mér finnst að það eigi alltaf að spila með pökk í mótum vegna þess að “inline hokkí” er spilað með pökk og vegna þess að þá er ekki bara nóg að hafa einn ofvirkt góðan gaur í liðinu heldu a.m.k 3 góða. Hvort er boltinn eða pökkurinn eða boltinn betri? Það er einstaklingsbundið þó að ég mæli eindregið með því að pökkur sé notaður(sérstaklega ef margir eru að spila) Samt er auðvitað gaman að leika sér 3-4 með bolta(gott upp á kylftæknina)
Bolti:
Rennur betur(sem gerið það að verkum að auðveldara er að sóla gaura)
Hann aldrei upp á rönd(ekki pökkurinn heldur ef þú æfir þig nóg)
Meiri hraði á leiknum(nema að um mjög góða leikmenn sé að ræða sem ráða alveg við pökkinn)
Betra fyrir menn sem skauta hratt að nota bolta
Pökkur:
Það er betra að senda og skjóa með pekkinum
Þú verðu betri í hokkí á að nota pökk
þú þarft að gefa meira(og þá verður þetta miklu skemmtilegra)