Bandaríkin voru sókndjarfari í fyrsta leikhluta og voru nánast allan tíman í Danska varnarsvæðinu, það sýndi sig í því að Bandaríkin tóku 24 skot á mark í þeim leikhluta á móti aðeins 5 frá Dönum.
Þrátt fyrir það skoruðu Danir fyrstu þrjú mörkin í leiknum með því að komast inn á sendingar hjá Bandaríska liðinu og skora í break-away, mörkin skoruðu þeir Bo Nordby-Andersen, mark á sjöttu mínútu fyrsta leikhluta, Kim Staal, á 10undu mínútu fyrsta leikhluta og Jens Nielsen, aðeins þremur mínútum frá marki Staal, eða á 13du mínútu í fyrsta leikhluta.
Lou Vairo, þjálfari liðs Bandaríkjanna, sá ljós fimm mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta og kippti Ryan Miller markverði útaf og setti Chris Rogles milli stanganna.
Varnarmaðurinn Jim Fahey lagaði stöðuna fyrir Bandaríkin með marki rétt fyrir lok fyrsta leikhluta.
Bandaríkjamenn héldu áfram að pressa gífulega á lið Dana, létu skotin hreinlega rigna á markið í öðrum leikhluta, en þegar hann var hálfnaður sofnuðu þeir á verðinum og Kim Staal komst inn í sendingu hjá þeim, náði pekkinum og sendi hann rakleiðis til Ronny Larsen sem komst einsamall framhjá tveimur varnarmönnum og skoraði úr break-away, þetta var eina markið í öðrum leikhluta, staðan 4-1 Danmörk í vil.
Kelly Fairchild fyrir Bandaríkin á þriðju mínútu í þriðja leikhluta og breytti með því stöðunni í 4-2.
En Danir innsigluðu sigurinn þegar Kim Staal skoraði annað mark sitt í leiknum þegar korter var liðið af þriðja leikhluta, lokastaðan: 5-2, Danmörk í hag.
Menn leiksins voru án efa sóknarmaðurinn Kim Staal og markvörðurinn Peter Hirsch, sá fyrrnefndi átti frábæran leik, skoraði tvö mörk og aðstoðaði tvö að auki, sá síðarnefndi tók á sig líki múrveggs í leiknum og af þeim 55 skotum sem Bandaríkjamenn skutu á mark varði hann 53, án vafa aðalástæðan fyrir því að Danir urðu efstir á blaði í leiknum.
Þess má einnig geta að í seinasta leik liðanna, sem var spilaður árið 1949 fóru leikar 47-0 Bandaríkjamönnum í vil.
Þrír aðrir leikir voru spilaðir í dag, lið Canada spilaði á móti Belarus og sigraði 3-0, lið Tékklands spilaði við Slóvena, Tékkland sigraði 5-2 og Rússland spilaði við lið Swiss og sigraði 5-2.
Næst mæta Bandaríkjamenn liði Swiss en Danir mæta Rússum.
…hann var dvergur í röngum félagsskap