
Vancouver komu verulega á óvart í vetur með góðri framistöðu og markakónga. Minnesota stuðaði hokkíheiminn með því að slá Colorado út í 1. umferð úrslitakeppninnar og skæruliðaíshokkíi í allan vetur.
Minnesota spilar á hraða og stemningu innan liðsins meðan Vancouver treystir mira en nokkurt annað lið á eina línu, Naslund/Bertuzzi/Morrison línuna.
Hvorugt liðið er talið eiga mikla möguleika á Stanley bikarnum þar sem úrslitakeppnin er erfið og lið sem treysta mikið á einstaka leikmenn og línur eiga erfitt uppdráttar, en annað þeirra kemst þó a.m.k. í 3. umferð og gaman verður að sjá hvort mótherjarnir þar verða Dallas eða Anaheim, sérstaklega væri gaman að sjá Anaheim í þeirri rimmu og fá mjög svo óvæntan úrslitaleik um Stanley bikarinn.
1. leikur liðanna var ótrúlegur, Wild voru að hafa sigur og snúa heimaleikjaréttinum sér í vil, en Canucks náðu að knýja fram framlengingu þegar aðeins 1.2 sek voru eftir af leiknum. Það var síðan Trent Klatt, uppalinn í Minnesota og er sennilega ekki mjög vinsæll þar núna, en hann átti einnig stoðsendingu í jöfnunarmarkinu 4 mín fyrr. Walz skoraði 2 mörk fyrir Wild og Gaborik átti stoðsendingu í báðum, Naslund og Klatt áttu hvor um sig mark og stoðsendingu fyrir Canucks.
Þetta verður örugglega barátta til enda og ég reikna með markaleikjum, mín spá er 4-3 fyrir Vancouver.
massi