NY Islanders - 3
Ottawa Senetors - 0
Peter Laviolette, þjálfari NY Islanders, sagði fyrir leikinn að lið sitt væri sterkara og myndi standa uppi sem sigurvegari í rimmunni milli liðanna, en ekki margir tóku mark á honum og héldu að Islanders, sem voru seinasta liðið til að tryggja sér þáttöku í úrslitunum í ár myndu vera teknir snemma úr umferð af Ottawa Senators, en liðið lauk keppni með bestu over-all stöðuna í ár, þrátt fyrir það þá létu Islanders það ekki á sig fá og óku yfir Ottawa, 3-0 á heimavelli síðarnefndu í gærkvöldi.
Garth Snow, markvörður Islanders hefur verið að gera frábæra hluti fyrir lið sem aðalmarkvörður eftir að Chris Osgood hvarf til St. Lois í skiptum milli liðanna, hann var líkastur múrveggi milli stanganna í gær og varði alls 25 skot, hans fyrsta play-off shut-out á ferlinum í höfn.
Dave Scatchard opnaði stöðuna fyrir Islanders með góðu marki á 7undu mínútu í fyrsta leikhluta, Alexei Yashin ( En þess má geta að Yashin spilaði einu sinni með Ottawa ) skoraði annað mark Islanders aðeins þremur mínútum frá marki Scatchard´s. Bæði þessi mörk voru aðstoðuð af Roman Hamrlik.
Shawn Bates breytti stöðunni í 3-0 Islanders í hag með marki þegar annar leikhluti var hálfnaður, markið var skorað þegar Islanders voru einum færri á ísnum…3-0 tap Ottawa var orðið staðreynd.
Ottawa áttu hins vegar slæman dag, vörnin var götótt og sóknin ekki uppá marga fiska, Ottawa, sem hafa eina bestu power-play nýtingu í deildinni nýttu mjög illa liðsmuni í leiknum.
En, við skulum ekki ákveða úrslitin strax, enn eru margir leikir eftir. Næsti leikur verður á laugardag í Ottawa.
Three Star Selection -Fic-
3. Roman Hamrlik, NY Islanders, tvær stoðsendingar.
2. Alexei Yashin, NY Islanders, eitt mark.
1. Garth Snow, NY Islanders, shut-out, 25 skot varin.
Önnur úrslit í gærkvöldi:
Edmonton Oilers vS. Dallas Stars: 2-1, Edmonton í hag.
Toronto Maple Leafs vS. Philadelphia Flyers: 5-3, Toronto.
NJ Devils vS. Boston Bruins: 2-1, Devils.
…hann var dvergur í röngum félagsskap