Ottawa Senators Hvers vegna hafa Ottawa Senators staðið sig best það sem af er vetri?

Þeir hafa náð að berja saman góða liðsheild og eru stöðugir, hafa ekki átt langa sigurgöngu en heldur ekki tapað mögum leikjum í röð, lengstu sigurgöngu upp á 5 leiki í röð, 10 leiki í röð án taps, ekki tapað fleiri en 3 leikjum í röð og verið sigurlausir meira en 4 leiki í röð.

Lykilmenn:

Yfir 50 stig í vetur:

- Marian Hossa, hægri vængur frá Stara Lubovna, Slóvakíu, með 76 stig það sem af er vetrar, 24 ára stórstjarna sem vex með hverju árinu. *

- Daniel Alfredsson, hægri vængur, 76 stig, 31 árs frá Gautaborg, Svíþjóð, vann Calder bikarinn 1995-96 *

- Todd White, 28 ára center frá Kanata, Kanada 58 stig í vetur.

- Martin Havlat, 22 ára vinstri vængur frá Mlada Boleslav í Tékklandi, 55 stig í 65 leikjum. *

- Radek Bonk, 24 ára vinstri vængur frá Krnov, Tékklandi, 50 stig í 67 leikjum, all-star leikmaður.*

Yfir +20 í +/-

- Zdeno Chara, 23 ára varnarmaður frá Trencin í Slóvakíu, 27 í +/- 28 stig, stærsti leikmaður í NHL, 206 cm og 130 Kg, reyndar með 100 mín í boxinu í ár.

- Wade Redden, 23 ára varnarmaður frá Lloydminster í Kanada, 21 í +/-, 44 stig, einn besti alhliða varnarmaður deildarinnar. *

- Karel Rachunek, 24 ára varnarmaður frá Zlin í Tékklandi 21 í +/, 28 stig í 55 leikjum.*

Aðrir lykilmenn:

- Bryan Smolinski, 32 ára center frá Toledo í USA, 46 stig í 67 leikjum.
- Mike Fisher, 23 ára center frá Peterborough í Kanada, “forechecker and playmaker”, aðeins 38 stig en mikilvægur fyrir liðið.*
- Magnus Arvedson, 32 ára vinstri vængur frá Karlstad í Svíþjóð, frábær varnar-framherji og hefur unnið einn Selke bikar, 35 stig í vetur.*
- Patrick Lalime, 29 ára markmaður frá St. Bonaventure í Kanada, með NHL árangur uppá 140-89-25 (unnir ,tapaðir, jafnt). (*)

Þetta eru engar stórstjörnur, þótt margir þeirra séu þekktir leikmenn og kanski er það lykillinn að velgengninni í vetur, engar stjörnur, engir stælar og ekkert vesen.

Annar þáttur er án efa sá að flestir lykilmenn Senators eru 100% Senators og hafa ekki fyrir neitt annað lið spilað, þeir leikmenn eru merktir með störnu (*) hér að ofan. 8 leikmenn af 12 auk þess sem markmaðurinn Lalime leik aðeins eitt tímabil hjá Pittsbourg Penguins áður en hann gekk til liðs við Ottawa Senators.

Leikmenn liðsins eru því skæruliðar sem hugsa meira um velgengni liðsins og eigin stigaskorun, ólíkt því sem stórstjörnum hættir til þegar þeir skipta um lið annað hvort ár og er skítsama fyrir hvað félag þeir spila, hugsa meira um næsta samning sem þeir fá, málaliðar getum við kallað þá.

Fæstir ef einhver leikmanna liðsins hafa unnið verðlaun sem lið (þótt einhverjir hafa unnið persónuleg verðlaun) og eru því ólmir í einhver verðlaun og þau eru byrjuð að streyma:

- Senators hafa nú tryggt sér sigur í norð-austur deildinni
- Sigur í austur deildinni er innan seilingar, aðeins NJ Devils geta komið í veg fyrir það.
- Sigur í NHL er einnig í sjónmáli, nokkur lið eiga þó einhverja möguleika á að stela sigri þar, Devils, Red Wings, Stars og Canucks eiga öll stærðfræðilega möguleika á því.
- Hver veit hvað úrslitakeppnin skilar þeim miklu en eitt er víst, Stanley bikarinn er markið sem stefnt er að.

Staðan núna er þessi, 82 umferðir eru leiknarí deildinni þ.a. liðin eiga eftir 2-4 leiki:

- Ottawa Senators hafa 107 stig eftir 79 leiki, geta fengið 113 stig
- Dallas Stars hafa 105 stig eftir 79 leiki, geta fengið 111 stig
- Detroit Red Wings hafa 104 stig eftir 78 leiki, geta fengið 112 stig
- New Jersey Devils hafa 103 stig eftir 78leiki, geta fengið 111 stig
- Vancouver Canucks hafa 103 stig eftir 80 leiki, geta fengið 107 stig


massi