Svoleiðis hegðun finnst mér leiðinleg og notendur HugaHokkís eiga ekki að þurfa að kvíða fyrir því að senda eitthvað inn og hvernig ætlist þið til að þetta áhugamál muni lifa áfram ef að maður fær bara skítkast í hvert sinn sem marr sendir inn kork eða eitthvað annað?
Ef notendur eru ósáttir með einhvern kork að þá svarið þið honum EKKI. Þið talið við stjórnendur um að eyða honum ef að hann er ekki við hæfi.
Það á ekki að kalla aðra stigahórur eða neitt annað. Stig eru tilgangslaus hér á Huga og það kemur bara illu orði á þessa síðu ef einhverjir eru bara að drulla yfir aðra og þá verður þetta ekki eins virkt.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að þetta áhugamál sé ekki virkt, það er bara þessi óþarfa skítköst og leiðindi sem ég sé á korkum.
Ég endurtek, talið við stjórnendur ef upp koma leiðindi!
Með fyrirframþökkum, MutaNt.
x ice.MutaNt