Toronto Maple Leafs - 3
Toronto voru fyrirfram taldnir vera vissir um sigur í viðureign þessara liða, en Columbus sneri blaðinu við og með hjálp Tyler Wright náðu þeir að vinna upp tveggja marka mismun, komast yfir og að lokum sigra þegar aðeins 46 sekúndur voru eftir af framlengingu.
Marc Denis, markmaður Columbus, var magnaður í leiknum og þrátt fyrir að hafa fengið á sig 3 mörk varði hann alls 29 skot, þar á meðal break-away frá Mats Sundin, og ef það væri ekki fyrir frammistöðu hans er víst að Columbus hefðu ekki verið efstir á blaði í leiknum.
En maður leiksins var án efa Tyler Wright, hann skoraði þrjú mörk í leiknum og stóð sig frábærlega fyrir lið sitt bæði varnar og sóknarlega. Þrennan var önnur þrenna hans á leiktíðinni.
Toronto voru hinsvegar mjög slakir í seinni hluta leiks, fengu á sig alls níu minor refsingar og þar á meðal tvö power-play mörk.
Mörk Columbus skoruðu eftirtaldir:
Tyler Wright: 3 mörk - Fyrsta markið á 9undu mínútu í öðrum, annað markið á 19undu mínútu í öðrum, þriðja markið kom 46 sekúndum fyrir lok framlengingar og gerði útum leikinn. Wright er með 18 mörk á leiktíðinni.
Rick Nash: 1 mark - Kom sem power-play mark á 15undu mínútu í öðrum leikhluta.
Mörk Toronto:
Mats Sundin: 1 mark - Kom á fimmtu mínútu i fyrsta leikhluta, skorað þegar Toronto voru einum færri á ísnum. Sundin var einnig með stoðsendingu í leiknum.
Aki Berg: 1 mark - Markið var skorað á fimmtu mínútu í öðrum leikhluta, með þessu marki voru Toronto komnir í 2-0.
Owen Nolan: 1 mark - Markið kom tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og með markinu voru Toronto búnir að jafna í 3-3.
Nokkuð var um slagsmál í leiknum og auðvitað voru þar í aðalhlutverki Tie Domi og Wade Belak hjá Toronto.
Einnig má við greinina bæta að Owen Nolan hefur verið með sex stig í jafnmörgum leikjum síðan hann kom til Toronto frá San Jose.
Three Star Selection ( Fic)
3. Mats Sundin, Toronto - Eitt mark og ein stoðsending.
2. Rick Nash, Columbus - Eitt mark.
1. Tyler Wright, Columbus - 3 mörk.
…hann var dvergur í röngum félagsskap