Næsta ár, 1980-1981 bætti hann met Bobby Orr´s með flestu stoðsendingar samtals 109. Það ár komst hann einnig yfir met Phil Esposito sem var 76 mörk með ótrúlegum 92 mörkum, met sem á eftir að standa mjög lengi. Hann skoraði einnig 50 mörk í aðeins 39 leikjum af leiktíðinni. Hann var einnig með 212 stig sem er met, Mario Lemieux hefur náð næst því meti með 199 stigum.
Stíllinn hans var framúrskarandi. Svæðið fyrir aftan markið hjá andstæðingnum var nefnt skrifstofa Gretzky´s (Gretzky´s Office) því Það var þar sem hann var með svo mikið af frábærum sendingum fyrir mörk. Oilers voru með 400 mörk eftir leiktíðina og vann Gretzky eiginlega allar stigakeppnir á níunda áratugnum.
Edmonton Oilers komust í Stanley Cup úrslitin árið 1983 en töpuðu hræðilega á móti Islanders. En tapið var reynsla. Næsta ár unnu þeir í fyrsta sinn Stanley Cup og næstu 4 árin fóru þeir létt með að vinna bikarinn og voru þeir búnir að vinna hann núna heil
fimm skipti í röð. Þeir fóru að skora 7 mörk í leik og leiddi Gretzky þá í úrslitunum með mörkum og þeir héldu áfram að vinna og vinna.
Vorið 1988 var seinasta stund Gretzky´s með Oilers. Hann giftist Janet Jones í ágúst og aðeins fáum dögum seinna var honum skipt til Los Angeles Kings. Hann, Mike Krushelnyski og Marty McSorley fóru yfir til LA Kings fyrir Jimmy Carson, Martin Carson og Martin
Gelinas. Aðdáendur urðu mjög reiðir yfir skiptunum. Þeim fannst þeir hafa verið sviknir, margir kenndu Janet Jones um að hafa ýtt undir skiptin, fleiri kenndu Gretzky um að hafa beðið um skiptin og flestir kenndu sjálfum þjálfaranum um fyrir að hafa selt sinn
dýrmætasta leikmann bara fyrir glás af peningum.
Leiktíðin átti ekki eftir að vera eins. Gretzky kom með sigurskapið yfir til LA. Gretzky var mjög náinn vinur þjálfara LA kings, Bruce McNall og með John Candy keyptu þeir þrír Toronto Argonauts fótboltafélagið. Gretzky og McNall keyptu einnig saman verðmætar hafnarbolta safnmyndir og hesta og voru eins nánir í viðskiptum eins og þeir voru í hokkí. Á ísnum vann Gretzky Art Ross og Hart bikara og árið 1993 tók hann LA Kings með sér í úrslitin eftir að hafa unnið Toronto Maple Leafs á heimavelli þeirra, Maple Leaf Gardens. Endatölur leiksins voru 5-4 LA í hag og Skoraði Gretzky þrjú mörk í honum. Í úrslitunum voru þeir of þreyttir og komust ekki á toppinn það ár. Gretzky var aldrei aftur eins nálægt að vinna Stanley Cup.
Með LA Kings skoraði Gretzky sitt áttahundraðasta og annað mark sem varð til þess að hann komst yfir Gordie Howe sem var með metið fyrir að skora flest mörk og einnig þegar hann fékk sitt eittþúsundasta-áttahundraðasta-fimmtugusta og annað stig sem varð til þess að hann komst aftur yfir Howe yfir mestu stigin. Þegar Gretzky náði þessu meti sagði Howe þetta: “The fact that the record was broken by someone who's such a great person takes
away any sense of loss that I might have”.
Gretzky var skipt til St. Louis Blues til að spila með vini sínum, Bratt Hull og þjálfaranum Mike Keenan sem hafði unnið með Gretzky áður. Hann spilaði aðeins 18 leiki með þeim og eftir að hann hafði valdið þeim vonbriðgum í úrslitunum ákváðu þeir í Blues að bjóða Gretzky ekki að vera áfram. Í staðinn fór hann þá að spila með sínum elsta hokkívini, Mark Messier í New York Rangers. Það sýndist vera fullkomin endir á frábærum starfsferli hans.
Gretzky var markahæsti maður liðsins en hinir í liðinu voru ekki eins góðir og komust þeir ekki í úrslitin. 1998-1999 leiktíðina spilaði Gretzky sína síðust tvo leiki í Ottawa og New York.
Þegar hann hætti eftir leiktíðina, hættu þeir hjá NHL með númerið 99 svo engin annar myndi nota það.
Um leið og hann hætti var hann aðvitað settur í Hall og Fame og í endanum á öldinni var hann sagður vera besti hokkíspilari allra tíma. Snemma á sumrinu 2000 varð hann eigandi liðsins Phoenix Coyotes og er hann það ennþann daginn í dag.