Mike Modano er frábær leikmaður og góð framtíð fyrir Dallas Stars. Hann er mjög snöggur, sterkur og er ekki hræddur við að spila harkalega. Hann er mjög góður center og stendur sig oftast vel þegar það er face-off. Þegar þú horfir á drenginn spila sérðu hvað hann er mikilvægur fyrir Dallas Stars.
Punktar um Modano:
Fullt Nafn: Michael Thomas Modano
Afmælisdagur: 7 júní 1970
Fæðingarstaður: Livonia, Michigan
Hæð: u.þ.b. 1,90 metrar
Þyngd: u.þ.b. 100 kg
Staða: Center
Skothönd: Vinstri
Númer: 9
Laun: $7 milljónir US
Það var fyrst komið auga á hann Mike Modano hjá Minnesota North Stars 11 júní árið 1988.
1989-1990 byrjaði hann að spila með þeim og skoraði mark strax í fyrsta leiknum. Það ár skoraði hann 29 mörk og var með 75 stig. Fyrir það vann hann þrjú verðlaun:
Calder bikarinn og Byrjandi Ársins hjá liðinu sínu og The Hockey News. Í úrslitunum var hann með tvö stig í 7 leikjum.
1990-1991 skoraði Mike 28 mörk og var með 64 stig. Þeir komust í úrslit í Stanley Cup á móti Penguins en töpuðu þeim leik.
1991-1992 Var Mike með 77 stig og vann Masterton verðlaunin. Hann vann einnig Star of the Game verðlaunin og leiddi liðið sitt með 8 mörkum sem urðu til sigurs og 256 skotum á netið. Í úrslitunum var Mike með fimm stig í 7 leikjum. Þá leiktíð fékk hann að spila sinn fyrsta All-Star leik.
1992-1993 var Mike með 7 mörk sem urðu til sigurs og 307 skot á markið og vann annað skiptið í röð Masterton verðlaunin.
1993-1994 færði hann Mike sig yfir til Dallas Stars þar sem hann átti eftir að vera í framtíðinni. Hann leiddi þá í úrslitin með fjörutíu og tveimur sigrum. Vann hann Þriðja skiptið í röð Masterton verðlaunin með 93 stigum og 281 skoti. Í úrslitunum var hann með 7 mörk og þrjár stoðsendingar í aðeins 9 leikjum. Í endanum á árinu var Mike í fjórtánda sæti á Top-50 lista The Hockey News.
1994-1995 var Mike með 29 stig í 30 leikjum áður en hann þurfti að fara í aðgerð á ökla 11 apríl. Í endanum á árinu fékk hann Samfélagsþjónustu verðlaunin frá Dallas Stars.
1995-1996 kom hann aftur eftir meiðslin og vann í fjórða skiptið Masterton verðlaunin og í annað skiptið Star of the Game verðlaunin. Það ár leiddi hann lið sitt með 36 mörkum og 45 stoðsendingum. Fjögur mörk urðu til sigurs liði hans og átti hann 320 skot. Hann var valinn í All Star lið en missti af því vegna meiðsla í hné. Lið hans missti af úrslitunum þetta ár.
1996-1997 skoraði Mike 35 mörk og átti 48 stoðsendingar. Hann vann í fimmta skipti Masterton verðlaunin og í þriðja skipti Star of the Game verðlaunin. Hann var með 9 skot sem urðu til sigurs og átti 291 skot á markið. Í mars vann hann NHL Leikmaður vikunnar. Í úrslitunum skoraði Mike fjögur mörk í 7 leikjum.
1997-1998 hjálpaði Mike liði sínu í því að vinna Forseta Bikarinn með 49 unnum leikjum og 109 stigum. Hann vann einnig hans fjórðu Star og the Game verðlaun. Meðan á leiktíðinni stóð var hann valinn NHL Leikmaður Vikunnar og lék í All Star liði. Í úrslitunum leiddi Mike lið sitt í aðalúrslitin á móti Detroit Red Wings en töpuðu Dallas Stars því miður þeim leik. Í endanum á árinu var hann í áttunda sæti yfir Top-50 leikmenn hjá The Hockey News.
1998-1999 vann hann sín sjöttu Masterton verðlaun þegar lið hans vann í annað skipti Forseta Bikarinn með 51 sigri og 114 stigum. Mike var með 34 mörk og 47 stoðsendingar, fjögur mörk sem urðu til sigurs og 224 skot. Hann vann Leikmaður Vikunnar og var valinn í
All Star lið. Einnig fékk hann sín fimmtu Star of the Game verðlaun. Í úrslitunum komust þeir alla leið og unnu Stanley Bikarinn. Á Top-50 listanum var hann metinn sá sjötti besti
í deildinni af The Hockey News.
1999-2000 Var Mike með 38 mörk og 43 stoðsendingar. Hann var einnig valinn í All Star lið og vann sín sjöttu Star of the Game verðlaun. 10 Mars á móti NY Islanders komst Mike yfir Brian Bellows og varð í fyrsta sæti á markahæstu menn allra tíma í NHL. Hann var í fimmta sæti á Top-50 leikmenn NHL deildarinnar í enda leiktíðarinnar.
2000-2001 var Mike með 51 stoðsendingu og 33 mörk. Á hæfileikakeppni leikmanna NHL árið 2000 var hann Mike með fastasta mælda skotið, 103,4 mph hraða.