Mario Lemieux er fæddur 10/5´65 í Montreal, Quebec. Þeir hjá Pittsburgh Penguins komu fyrst auga á snillinginn Mario Lemieux árið 1984. Það var hans fyrsta NHL leiktíð. Hann skoraði
mark í sinni fyrstu skiptingu á móti Boston Bruins. Í byrjanda leiktíðinni var hann með 100 stig og vann Calder bikarinn. Árið 1985-1986 var Mario með ótrúleg hundrað fjörutíu og ein stig. Í endanum á þeirri leiktíð fékk hann Lester B. Pearson verðlaunin eftir að hafa verið kosinn besti leikmaður ársins af jafningjum sínum. Eftir að hafa skorað 107 stig í aðeins 63 leikjum árið 1986-1987 steig hann einu skrefi lengra árið 1987-1988 og skoraði
70 mörk og átti 98 stoðsendingar og fyrir það fékk hann í fyrsta skipti Art Ross bikar, Hart bikar og sín önnur Lester B. Pearson verðlaun. Stuttu seinna var hann kosinn í All-Star lið og skoraði þar þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar.
Árið 1988-1989 náði hann enn betri árangri með 85 mörkum og 114 stoðsendingum. Það ár vann hann í annað sinn Art Ross bikarinn. Árið 1990-1991 hjálpaði hann liði sínu, Pittsburgh Penguins að vinna Stanley bikarinn i þeirra fyrsta skipti. Fyrir árangur sinn fékk hann Conn Smythe bikarinn.
Árið 1991-1992 vann hann Mario sér inn hans þriðja Art Ross bikar með hundrað þrjátíu og einu stigi í aðeins 64 leikjum. Í úrslitunum skoraði Mario 16 mörk og átti 18 stoðsendingar
í aðeins 15 leikjum og fékk hann fyrir það hans annan Conn Smythe bikar og einnig hans annan Stanley bikar. Árið 1992-1993 fékk hann 160 stig í aðeins 60 leikjum fyrir hans fjórða Art Ross bikar, einnig vann hann sín önnur Pearson verðlaun, sinn annan Hart bikar
Mario þurfti að sleppa 1994-1995 leiktíðinni vegna bakmeiðsla.
Árið 1995-1996 kom hann aftur og vann hans fjórðu Pearson verðlaun og þriðja Hart bikarinn með 161 stig. Hann vann einnig hans þriðju marka kórónu með 69 mörk.
Árið 2000 eftir mikla hvíld skoraði hann hans fjörutugasta hat trick mark, gaf stoðsendingu til Jaromír Jágrs sem varð til þess að hann Jágr fékk sitt þúsundasta stig. Einnig varð það
eittþúsundasta og fimmhundruðasta stig Marios. Gælunafnið hans Super Mario á svo sannarlega við þennan snilling.