Þokkalega sterkur leikur hjá Bob Clarke þjálfara, með John LeClair, Simon Gagne og Justin Williams meidda og mætir sennilega Toronto Maple Leafs í 1. umferð playoffs.
Tony Amonte hefur ekkert getað með Phoenix Coyotes í vetur, en 3svar sinnum hefur hann skorað meira en 40 mörk á sömu leiktíðinni.
Áður hafa Flyers m.a. keypt Claude Lapointe frá NY Islanders og Sammy Kapanen, sem er nottlega snillingur.
Toronto (eða hverjir sem mæta þeim) mega því vara sig í 1. umferð, því Gagne og LeClair gætu báðir náð sér af meiðslunum og verið með, en REYNDAR voru Maple Leafs að krækja í Owen Nolan og Glen Wesley fyrir stuttu og liðið var ekkert slor fyrir.
Hægt er að fylgjast með leikmannaskiptum á NHL.com, tíminn sem skipta má leikmönnum rennur út í dag (þriðjudag 11. mars) og þá fara línur að skírast.
Yfirleitt gengur mikið á síðustu klst. sem skipta má um lið og ógleymanlegt þegar Colorado gómaði Rob Blake á síðustu stundu 2001 og vann Stanley bikarinn í kjölfarið.
Margir leikmenn gætu skipt um lið, þau lið sem ná í úrslitakeppnina borga stórpening fyrir leikmenn úr liðum sem ekki komast, t.d. lítur ekki út fyrir að L.A. Kings, Pittsbourgh og fleiri lið nái inn og gætu því selt leikmenn.
Stay tuned….
massi